Sport

Þolinnmæði Ferguson á þrotum

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er orðinn óþolinmóður að bíða eftir svari frá varnarmanninum Rio Ferdinand, varðandi framlengingu á samningi hans við félagið. Ferdinand er sagður hafa undir höndum samningstilboð uppá 100 þúsund punda vikulaun og hefur dregið að gefa liði sínu svar í ansi langan tíma. Ferguson sagði fyrir viku að Ferdinand skuldaði félaginu að skrifa undir samninginn, eftir að það stóð þétt við bakið á honum þegar hann var dæmdur í keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf á sínum tíma. Nú virðist þolinmæði Skotans á þrotum. "Við höfum sýnt þessum leikmönnum okkar tryggð og við förum fram á að þeir sýni okkur hana til baka. Við látum ekki bulla í okkur. Umboðsmaður Rio er í útlöndum núna, en við viljum fá svar um leið og hann kemur, það er mikilvægt fyrir okkur og stuðningsmenn félagsins," sagði Ferguson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×