Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt 19. nóvember 2010 10:30 „Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd." Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd."
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira