Viðskipti innlent

Þrír reynsluboltar til Sensa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður, Björgvin og Guðbjarni mættir til starfa.
Sigurður, Björgvin og Guðbjarni mættir til starfa. Sensa

Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa.

Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum.

„Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“

Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa.

„Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“

Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa.

„Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“

120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×