Gunnhildur ein á móti restinni af fjölskyldunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 11:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarni Magnússon þjálfari Hauka. Vísir/Valli Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni. Systir hennar, Berglind, er leikmaður Snæfells, faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Kd. Snæfells, og öll fjölskyldan er miklir Hólmarar. „Bikararnir verða í fjölskyldunni sama hvernig þetta endar,“ segir Gunnhildur létt. „Þetta er mjög erfitt og ég get alveg viðurkennt það. Það er samt sérstaklega erfitt að sjá níræðan afa sinn sitja hinum megin í stúkunni eða fara á gamla heimavöllinn sinn því Snæfellshjartað slær þarna einhvers staðar undir. Ég er hins vegar að spila fyrir Haukana núna,“ segir Gunnhildur sem hefur spilað þar síðan haustið 2010. Hún er nú komin með reynslu af að mæta Snæfelli. „Þetta er alls ekki jafnerfitt og á fyrsta árinu því það var skelfilegt,“ segir Gunnhildur. Snæfell er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn en Gunnhildur var á sama stað með Haukunum fyrir tveimur árum. „Ég veit hvað það er að tapa í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og það er ekki möguleiki að það gerist aftur núna,“ segir Gunnhildur ákveðin. Lele Hardy hefur verið frábær með Haukunum í vetur og athyglin hefur verið mikið á henni. „Lele er náttúrulega frábær leikmaður en við sýndum það í seríunni á móti Keflavík að við erum ekki eins manns lið. Það er búið að sýna sig að ef við leggjum allar eitthvað í púkkið þá vinnum við eins og við gerðum bæði í bikarúrslitunum og í seríunni á móti Keflavík,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur er þegar búin að fagna sigri á móti „fjölskyldunni“ því Haukar unnu Snæfell í bikarúrslitaleiknum sem er eini sigur Hauka á Snæfelli í vetur. „Þau samglöddust mér alveg og tóku kannski bara bikarúrslitadaginn til að jafna sig og svo var þetta vara búið. Ég fagnaði aftur á móti fram eftir öllu,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt fínt tímabil með Haukunum en hún er með 9,6 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrsti leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 18.00 í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir er í afar sérstakri stöðu í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta sem hefjast í Stykkishólmi í kvöld. Hún er ekki bara að keppa á móti Snæfelli heldur í raun allri fjölskyldunni. Systir hennar, Berglind, er leikmaður Snæfells, faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Kd. Snæfells, og öll fjölskyldan er miklir Hólmarar. „Bikararnir verða í fjölskyldunni sama hvernig þetta endar,“ segir Gunnhildur létt. „Þetta er mjög erfitt og ég get alveg viðurkennt það. Það er samt sérstaklega erfitt að sjá níræðan afa sinn sitja hinum megin í stúkunni eða fara á gamla heimavöllinn sinn því Snæfellshjartað slær þarna einhvers staðar undir. Ég er hins vegar að spila fyrir Haukana núna,“ segir Gunnhildur sem hefur spilað þar síðan haustið 2010. Hún er nú komin með reynslu af að mæta Snæfelli. „Þetta er alls ekki jafnerfitt og á fyrsta árinu því það var skelfilegt,“ segir Gunnhildur. Snæfell er í lokaúrslitunum í fyrsta sinn en Gunnhildur var á sama stað með Haukunum fyrir tveimur árum. „Ég veit hvað það er að tapa í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og það er ekki möguleiki að það gerist aftur núna,“ segir Gunnhildur ákveðin. Lele Hardy hefur verið frábær með Haukunum í vetur og athyglin hefur verið mikið á henni. „Lele er náttúrulega frábær leikmaður en við sýndum það í seríunni á móti Keflavík að við erum ekki eins manns lið. Það er búið að sýna sig að ef við leggjum allar eitthvað í púkkið þá vinnum við eins og við gerðum bæði í bikarúrslitunum og í seríunni á móti Keflavík,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur er þegar búin að fagna sigri á móti „fjölskyldunni“ því Haukar unnu Snæfell í bikarúrslitaleiknum sem er eini sigur Hauka á Snæfelli í vetur. „Þau samglöddust mér alveg og tóku kannski bara bikarúrslitadaginn til að jafna sig og svo var þetta vara búið. Ég fagnaði aftur á móti fram eftir öllu,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt fínt tímabil með Haukunum en hún er með 9,6 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrsti leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 18.00 í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira