Snorri Steinn: Miklu skemmtilegra í Danmörku og Frakklandi en Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið vel af stað með Nimes í frönsku úrvalsdeildinni. Landsliðsmaðurinn, sem færði sig um set frá Sélestat til Nimes í sumar, er markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar eftir fjórar umferðir en Nimes situr í 3. sæti með sex stig.Sjá einnig: Snorri markahæstur í Frakklandi Snorri kann vel við sig í Nimes eins og fram kom í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær.Kominn í betra lið „Ég er mjög ánægður með þetta, allavega enn sem komið er. Ég er virkilega ánægður með þessi skipti,“ sagði Snorri sem segir muninn á Sélestat og Nimes talsverðan en fyrrnefnda liðið féll úr frönsku deildinni í fyrra. „Það er fyrst og fremst gæðamunur. Það eru fleiri betri leikmenn í Nimes og liðið er betra. Svo er líka staðurinn, þetta er á sitthvorum endanum á landinu. Á meðan Sélestat var norðarlega, alveg við Þýskaland, þá er þetta sunnarlega og mér finnst það skemmtilegra. „Þetta er virkilega góður staður og skemmtileg borg,“ sagði Snorri sem segir það hjálpa að vera með öðrum Íslendingi í liði en Ásgeir Örn Hallgrímsson er á sínu öðru tímabili með Nimes. „Það munar rosalega um það þegar maður er í atvinnumennskunni. Þetta er tvennt ólíkt, það er engin spurning. Þetta hefur vinninginn, allavega enn sem komið er.“Metnaður til að gera vel hjá Nimes Sem áður sagði hefur Nimes byrjað tímabilið vel og unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. „Þetta er fljótt að breytast. Það er lítið búið, fjórir leikir og þannig séð ekkert búið að gerast nema að við höfum byrjað þetta vel og komið okkur í þægilega stöðu en það er alveg hægt að kasta þessu frá sér með 1-2 leikjum,“ sagði Snorri sem segir að það sé metnaður til að gera vel hjá Nimes. „Liðið var um miðja deild í fyrra og spilaði mjög vel eftir áramót og byrjunin á tímabilinu í ár er svolítið framhald af því. Þeir vilja ekkert vera neðar en í fyrra og allavega um miðja deild og ef mögulegt er, klifra upp töfluna hægt og rólega. „Það er smá neisti í klúbbnum og með forseta sem vill gera vel án þess að fara fram úr sér peningalega. Þeir vilja komast ofar með tíð og tíma en gera það samt á sínum hraða.“Snorri í leik með Rhein-Neckar Löwen. Hann kann betur við sig í Frakklandi en Þýskalandi.vísir/gettyTekur undir með Vigni Félagi Snorra í íslenska landsliðinu, Vignir Svavarsson, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrr í vikunni þar sem hann ræddi um muninn á atvinnumennskunni í Þýskalandi og Danmörku. Þýskaland kom ekki vel út úr þeim samanburði en Vignir fór ekki fögrum orðum um dvölina þar og sagðist hafa verið nálægt því að leggja skóna á hilluna þegar hann lék með Minden. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ sagði Vignir í viðtalinu en hann fann gleðina á ný eftir að hann fór til Danmerkur. Snorri hefur reynslu af bæði dönsku og þýsku deildinni og tekur að mörgu leyti undir orð Vignis. „Hann fór hamförum,“ sagði Snorri og hló. „Ég get tekið undir margt sem hann sagði. Ég hafði bara svo rosalega gaman að þessu viðtali. Við Ásgeir hlógum að þessu fyrir leikinn í gær (á miðvikudag), mér fannst þetta æðislegt. Það var eins og hann væri búinn að bíða eftir þessu viðtali og svo ýtti hann bara á „play“. „En ég er búinn að prófa Þýskaland, Danmörku og Frakkland og kalt mat, þá er Þýskaland í 3. sæti af þessum löndum. Ég veit ekki hvað það er en það er þyngra yfir þessu í Þýskalandi og menn ekki eins léttir á því. „En þetta er besta og erfiðasta deildin og sem handboltamaður viltu auðvitað prófa að spila og standa þig þarna. Þetta ætti að vera mælikvarðinn hjá handboltamönnum en eins og Vignir kom inn á í öllum þessum viðtölum sínum snýst þetta ekki bara um að spila handbolta. Þú vilt líka aðeins njóta lífsins og hafa gaman og mér fannst miklu skemmtilegra í Danmörku og Frakklandi en nokkurn tímann í Þýskalandi,“ sagði Snorri að endingu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið vel af stað með Nimes í frönsku úrvalsdeildinni. Landsliðsmaðurinn, sem færði sig um set frá Sélestat til Nimes í sumar, er markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar eftir fjórar umferðir en Nimes situr í 3. sæti með sex stig.Sjá einnig: Snorri markahæstur í Frakklandi Snorri kann vel við sig í Nimes eins og fram kom í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær.Kominn í betra lið „Ég er mjög ánægður með þetta, allavega enn sem komið er. Ég er virkilega ánægður með þessi skipti,“ sagði Snorri sem segir muninn á Sélestat og Nimes talsverðan en fyrrnefnda liðið féll úr frönsku deildinni í fyrra. „Það er fyrst og fremst gæðamunur. Það eru fleiri betri leikmenn í Nimes og liðið er betra. Svo er líka staðurinn, þetta er á sitthvorum endanum á landinu. Á meðan Sélestat var norðarlega, alveg við Þýskaland, þá er þetta sunnarlega og mér finnst það skemmtilegra. „Þetta er virkilega góður staður og skemmtileg borg,“ sagði Snorri sem segir það hjálpa að vera með öðrum Íslendingi í liði en Ásgeir Örn Hallgrímsson er á sínu öðru tímabili með Nimes. „Það munar rosalega um það þegar maður er í atvinnumennskunni. Þetta er tvennt ólíkt, það er engin spurning. Þetta hefur vinninginn, allavega enn sem komið er.“Metnaður til að gera vel hjá Nimes Sem áður sagði hefur Nimes byrjað tímabilið vel og unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. „Þetta er fljótt að breytast. Það er lítið búið, fjórir leikir og þannig séð ekkert búið að gerast nema að við höfum byrjað þetta vel og komið okkur í þægilega stöðu en það er alveg hægt að kasta þessu frá sér með 1-2 leikjum,“ sagði Snorri sem segir að það sé metnaður til að gera vel hjá Nimes. „Liðið var um miðja deild í fyrra og spilaði mjög vel eftir áramót og byrjunin á tímabilinu í ár er svolítið framhald af því. Þeir vilja ekkert vera neðar en í fyrra og allavega um miðja deild og ef mögulegt er, klifra upp töfluna hægt og rólega. „Það er smá neisti í klúbbnum og með forseta sem vill gera vel án þess að fara fram úr sér peningalega. Þeir vilja komast ofar með tíð og tíma en gera það samt á sínum hraða.“Snorri í leik með Rhein-Neckar Löwen. Hann kann betur við sig í Frakklandi en Þýskalandi.vísir/gettyTekur undir með Vigni Félagi Snorra í íslenska landsliðinu, Vignir Svavarsson, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrr í vikunni þar sem hann ræddi um muninn á atvinnumennskunni í Þýskalandi og Danmörku. Þýskaland kom ekki vel út úr þeim samanburði en Vignir fór ekki fögrum orðum um dvölina þar og sagðist hafa verið nálægt því að leggja skóna á hilluna þegar hann lék með Minden. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ sagði Vignir í viðtalinu en hann fann gleðina á ný eftir að hann fór til Danmerkur. Snorri hefur reynslu af bæði dönsku og þýsku deildinni og tekur að mörgu leyti undir orð Vignis. „Hann fór hamförum,“ sagði Snorri og hló. „Ég get tekið undir margt sem hann sagði. Ég hafði bara svo rosalega gaman að þessu viðtali. Við Ásgeir hlógum að þessu fyrir leikinn í gær (á miðvikudag), mér fannst þetta æðislegt. Það var eins og hann væri búinn að bíða eftir þessu viðtali og svo ýtti hann bara á „play“. „En ég er búinn að prófa Þýskaland, Danmörku og Frakkland og kalt mat, þá er Þýskaland í 3. sæti af þessum löndum. Ég veit ekki hvað það er en það er þyngra yfir þessu í Þýskalandi og menn ekki eins léttir á því. „En þetta er besta og erfiðasta deildin og sem handboltamaður viltu auðvitað prófa að spila og standa þig þarna. Þetta ætti að vera mælikvarðinn hjá handboltamönnum en eins og Vignir kom inn á í öllum þessum viðtölum sínum snýst þetta ekki bara um að spila handbolta. Þú vilt líka aðeins njóta lífsins og hafa gaman og mér fannst miklu skemmtilegra í Danmörku og Frakklandi en nokkurn tímann í Þýskalandi,“ sagði Snorri að endingu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira