Handbolti

HSÍ á í viðræðum Guðmund um nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur tók við íslenska karlalandsliðinu í þriðja sinn snemma árs 2018.
Guðmundur tók við íslenska karlalandsliðinu í þriðja sinn snemma árs 2018. vísir/andri marinó

Handknattleikssamband Íslands á í viðræðum við Guðmund Guðmundsson um að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins. Þetta staðfesti Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi.

Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs. Á föstudaginn var tilkynnt að Ísland væri komið með þátttökurétt á HM. Ákveðið var að umspilsleikirnir færu ekki fram en þess í stað væri farið eftir árangri liða á EM 2020. Þar enduðu Íslendingar í 11. sæti.

Guðmundur hefur stýrt karlalandsliðinu frá 2018 og HSÍ hefur rætt við hann um nýjan samning.

„Það eru viðræður í gangi um að framlengja samninginn,“ sagði Guðmundur B. við Vísi.

Hann segir afar gott að HM-sætið sé í höfn. „Fyrir okkur er mjög gott að þetta liggi fyrir og við séum búnir að tryggja okkur sætið. Síðan vonum við bara það besta, að þessi veira verði yfirstaðin í janúar þegar mótið fer fram.“

Á föstudaginn var einnig tilkynnt að síðustu fjórir leikirnir í undankeppni EM 2020 kvenna færu ekki fram.

„Við erum svekkt að missa þessa leiki út í þessari uppbyggingu sem við erum í. Það er ókosturinn við þetta,“ sagði Guðmundur B.


Tengdar fréttir

Ísland komið á HM 2021

Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið.

Hafa lokið leik í undankeppninni

Evrópska handknattleikssambandið hefur ákveðið að aflýsa síðustu fjórum umferðunum í undankeppni EM kvenna 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×