Erlent

Einungis einn Dani smitaður

Tamiflu hefur verið notað gegn veirunni. Mynd/ AFP.
Tamiflu hefur verið notað gegn veirunni. Mynd/ AFP.
Enn hefur einungis einn Dani smitast af H1N1 veirunni, sem áður var kölluð svínaflensa.. Þetta hefur Danmarks Radio, ríkisútvarpið í Danmörku, eftir heilbrigðiseftirlitinu þar. Sextán einstaklingar voru rannsakaðir þar í landi í dag en enginn reyndist vera smitaður.

Það gildir jafnframt um þá þrjá einstaklinga sem voru í hvað mestu samneyti við konuna sem smitaðist. Smit uppgötvaðist í konunni á fimmtudag. Hún kom þann 29. apríl með flugvél til Kaupmannahafnar frá New York, en heilbrigðiseftirlitið hefur síðan þá fundið 16 af þeim 19 einstaklingum sem sátu næst henni í vélinni. Þeir eru nú í fyrirbyggjandi meðferð. Heilbrigðiseftirlitið leitar enn þeirra þriggja einstaklinga sem mikil hætta er talin á að hafi smitast.

Alls voru 99 í því flugi sem smitaða konan flaug með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×