Spánverjar, Hollendingar og Englendingar eru einu Evrópuliðin með fullt hús stiga í sínum riðlum í undankeppni HM 2010 sem fer fram í Suður-Afríku.
Spánn vann 1-0 sigur á Tyrklandi í dag en Holland fór létt með Skotland, 3-0, í riðli Íslands í keppninni.
Englendingar voru í fríi frá keppninni í dag en unnu 4-0 sigur á Slóvakíu í vináttulandsleik á Wembley.
20 leikir voru í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag og er þeim öllum gerð góð skil hér á Vísi.
1. riðill:
Úrslit:
Malta - Danmörk 0-3
0-1 Larsen (12.)
0-2 Larsen (23.)
0-3 Nordstrand (89.)
Albanía - Ungverjaland 0-1
0-1 Torghelle (38.)
Portúgal - Svíþjóð 0-0
Staðan:
Danmörk 10 stig (+7 í markatölu)
Ungverjaland 10* (+3)
Portúgal 6* (+3)
Svíþjóð 6 (+1)
Albanía 6** (0)
Malta 1** (-14)
*eftir fimm leiki
*eftir sex leiki
Önnur lið hafa leikið fjóra leiki.
Danir eru enn taplausir í riðlinum eftir öruggan 3-0 sigur á Möltu. Ungverjar gerðu góða ferð til Albaníu þar sem þrjú stig eru ekki auðsótt og héldu þar með í við Danina. Bæði lið eru með tíu stig en Danir eiga leik til góða og því í lykilstöðu upp á framhaldið að gera.
Danir njóta einnig góðs af því að vera á toppi riðilsins þrátt fyrir að hafa aðeins leikið fjóra leiki. Þar að auki var markalaust jafntefli Portúgala og Svía Dönum afar hagstætt.
2. riðill:
Úrslit:
Lúxemborg - Lettland 0-4
0-1 Karlsons (25.)
0-2 Cauna (48.)
0-3 Visnakovs (71.)
0-4 Pereplotkins (86.)
Moldóva - Sviss 0-2
0-1 Frei (32.)
0-2 Fernandes (93.)
Ísrael - Grikkland 1-1
0-1 Gekas (42.)
1-1 Golan (55.)
Staðan:
Grikkland 10 stig (+7 í markatölu)
Sviss 10 (+3)
Ísrael 9 (+3)
Lettland 7 (+2)
Lúxemborg 4 (-8)
Moldóva 1 (-7)
Öll lið hafa leikið fimm leiki.
Yossi Benayoun var í byrjunarliði Ísrael en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og ekki getað spilað með Liverpool af þeim sökum. Hann virtist meiðast í leiknum og var borinn af velli á 77. mínútu.
Staðan í þessum riðli er annars jöfn, sér í lagi eftir jafntefli Ísraela og Grikkja í dag. Sviss og Lettland unnu góða skyldusigra á útivelli og því útlit fyrir áframhaldandi spennu í riðlinum.
3. riðill:
Úrslit:
Norður-Írland - Pólland 3-2
1-0 Feeney (10.)
1-1 Jelen (27.)
2-1 Evans (47.)
3-1 Zewlakow, sjálfsmark (61.)
3-2 Saganowski (91.)
Slóvenía - Tékkland 0-0
Staðan:
Norður-Írland 10 stig* (+5 í markatölu)
Slóvakía 9** (+3)
Tékkland 8 (+3)
Slóvenía 8 (+2)
Pólland 7 (+1)
San Marínó 0 (-14)
* eftir sex leiki
** eftir fjóra leiki
Önnur lið hafa leikið fimm leiki.
Norður-Írar skelltu sér á topp riðilsins með öflugum 3-2 sigri á Pólverjum á heimavelli í dag. Þeir náðu góðum árangri í síðustu undankeppni og ætla sér greinilega að fylgja því eftir nú. Hins vegar eru Slóvakar enn í bestu stöðunni í riðlinum þó svo að þeir hafi verið í fríi í dag og spilað vináttulandsleik gegn Englandi. Þeir eru með níu stig eftir fjóra leiki.
Það voru einnig jákvæð úrslitin fyrir toppliðin tvö í hinum leik riðilsins í dag. Þar gerðu Tékkar og Slóvenar markalaust jafntefli.
4. riðill:
Úrslit:
Þýskaland - Liechtenstein 4-0
1-0 Ballack (4.)
2-0 Jansen (9.)
3-0 Schweinsteiger (48.)
4-0 Podolski (50.)
Wales - Finnland 0-2
0-1 Johansson (43.)
0-2 Kuqi (91.)
Rússland - Aserbaídsjan 2-0
1-0 Pavlyuchenko (32.)
2-0 Zyranov (71.)
Staðan:
Þýskaland 13 stig* (+12 í markatölu)
Rússland 9 (+5)
Finnland 7 (0)
Wales 6* (-1)
Aserbaídsjan 1 (-4)
Liechtenstein 1 (-12)
* eftir fjóra leiki, önnur lið eftir fimm leiki.
Finnar gerðu afar góða ferð til Cardiff þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Wales og gerðu um leið út um raunhæfar vonir þeirra síðarnefndu á sæti á HM í Þýskalandi. Finnar eru svo sem ekki í lykilstöðu heldur þar sem þetta lítur út fyrir að verða barátta á milli Þjóðverja og Rússa um efsta sæti riðilsins. Bæði lið unnu skyldusigra í dag.
5. riðill:
Úrslit:
Armenía - Eistland 2-2
1-0 Mkhitaryan (31.)
1-1 Vassiljev (36.)
1-2 Zenjov (68.)
2-2 Yedigaryan (88.)
Belgía - Bosnía 2-4
0-1 Dzeko (7.)
1-1 Dembele (31.)
1-2 Jahic (75.)
1-3 Bajramovic (81.)
1-4 Misimovic (86.)
2-3 Sonck, víti (89.)
Spánn - Tyrkland 1-0
1-0 Pique (60.)
Staðan:
Spánn 15 stig (+10 í markatölu)
Bosnía 9 (+10)
Tyrkland 8 (+2)
Belgía 7 (0)
Eistland 2 (-11)
Armenía 1 (-11)
Öll lið hafa leikið fimm leiki.
Spánverjar eru með fáheyrða yfirburði í þessum riðli og á góðri leið með að tryggja sér sæti á HM í Suður-Afríku. Aðalkeppnin er um annað sætið í riðlinum og þar standa Bosníumenn afar vel að vígi eftir glæsilegan 4-2 sigur í Belgíu í dag. Tyrkir og Belgar eru þó ekki langt undan en þeir síðarnefndu máttu alls ekki við því að tapa svo stórt á heimavelli í dag.
7. riðill:
Rúmenía - Serbía 2-3
0-1 Jovanovic (18.)
0-2 Stoica, sjálfsmark (44.)
1-2 Marica (51.)
1-3 Ivanovic (59.)
2-3 Stoica (73.)
Litháen - Frakkland 0-1
0-1 Ribery (67.)
Staðan:
Serbía 12 stig* (+7 í markatölu)
Litháen 9* (+2)
Frakkland 7 (0)
Austurríki 4 (-2)
Rúmenía 4 (-3)
Færeyjar 1 (-4)
* eftir fimm leiki, önnur lið hafa leikið fjóra leiki.
Frakkar unnu afar mikilvægan en nauman 1-0 sigur á Frakklandi í kvöld. Þeir byrjuðu illa í riðlinum og töpuðu í Austurríki í fyrsta leik og gerðu svo jafntefli við Rúmeníu í næsta útileik. Sigurinn í Litháen í kvöld var því afar mikilvægur.
Serbar unnu góðan útisigur á Rúmenum í dag og eru í góðri stöðu. Þeirra eini tapleikur til þessa kom gegn Frökkum í Frakklandi.
8. riðill:
Úrslit:
Írland - Búlgaría 1-1
1-0 Richard Dunne (1.)
1-1 Kevin Kilbane, sjálfsmark (74.)
Svartfjallaland - Ítalía 0-2
0-1 Pirlo, víti (11.)
0-2 Pazzini (73.)
Staðan:
Ítalía 13 stig* (+6 í markatölu)
Írland 11* (+3)
Búlgaría 4 (0)
Kýpur 4 (-1)
Svartfjallaland 2 (-3)
Georgía 2** (-5)
*eftir fimm leiki
** eftir sex leiki
Önnur lið hafa spilað fjóra leiki.
Ítalir máttu þakka fyrir að fara með þrjú stig frá Svartfjallalandi. Í stöðunni 1-0 átti Fabio Cannavaro að fá rautt fyrir að brjóta á sóknarmanni Svartfellinga sem var sloppinn í gegn en einhverra hluta vegna fékk hann aðeins gult. Ítalir voru allt annað en sannfærandi í þessum leik en eru engu að síður í góðri stöðu á toppi riðilsins eftir að Írar máttu sætta sig við jafntefli gegn Búlgaríu á heimavelli í kvöld.
Allt um HM-leiki dagsins í Evrópu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

