Er Quant F NanoFlowcell forvitnilegasti bíllinn í Genf? Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2016 10:34 Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Líklegast er fumlegasta bílgerðin sem til sýnis er nú á bílasýningunni í Genf þessi Quant F NanoFlowcell bíll, ekki síst vegna þess fyrir hverju hann gengur. Hann er drifinn áfram af tveimur blöndum af jákvætt hlöðnum og neikvætt hlöðnum vökvum sem framleiða rafmagn fyrir fjóra rafmótora bílsins sem samtals orka 125 hestöfl. Það dugar þessum laglega hannaða bíl að spretta í hundraðið á minna en 5 sekúndum og ná yfir 200 km hraða. Bíllinn er afar stuttur, eða 3,91 metri og hefur sæti fyrir fjóra með 2+2 fyrirkomulagi. Bíllinn er með tvo tanka fyrir vökvana sem báðir taka 175 lítra og með þeim kemst bíllinn yfir 1.000 kílómetra. Til stendur af fjöldaframleiða þennan bíl en prófanir standa nú yfir á honum. Bíllinn er ári reffilegur útlits og stendur á risastórum 22 tommu felgum. Hver framtíð svona bíla er skal ósagt látið en þessi tækni er þó spennandi og framístöðutölur magnaðar.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent