Jákvæð viðhorf gagnvart frumvarpinu Sæunn Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Næstu skref í losun fjármagnshafta voru kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Fréttablaðið/Hanna Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“ Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira