Jákvæð viðhorf gagnvart frumvarpinu Sæunn Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Næstu skref í losun fjármagnshafta voru kynnt á blaðamannafundi á þriðjudag. Fréttablaðið/Hanna Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“ Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Almenn ánægja virðist ríkja meðal greiningaraðila um nýtt frumvarp um losun fjármagnshafta. Þeir telja þetta jákvætt og tímabært skref, sem muni ekki ógna efnahagslegum stöðugleika. Ekki er óttast að verðbólga aukist en hins vegar gæti hægt á styrkingu krónunnar. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í gær. Um er að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun hafta, höftum verður aflétt að mestu af almenningi og fyrirtækjum. Ekki var búið að dreifa frumvarpinu þegar rætt var við greiningaraðilana.Eykur áhuga erlendra fjárfesta Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, telur að með frumvarpinu verði samkeppnishæfni fyrirtækja landsins bætt og hún óttast ekki að þetta muni leiða til verulegs útflæðis fjármagns, ef eitthvað er megi velta fyrir sér hvort losun hafta muni auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. „Við fögnum því að það sé verið að taka þessi skref í átt að losun fjármagnshafta, enda að okkar mati löngu tímabært að þessi skref séu tekin. Þessi höft hafa verið hér of lengi. Þetta eru varfærin skref og ég get ekki séð að þetta fari að hafa veruleg áhrif á krónuna eða ógna efnahagslegum stöðugleika, einfaldlega vegna þess hvernig aðstæður eru hér heima samanborið við erlendis,“ segir hún. Ásdís telur frumvarpið jákvætt og að það skipti verulegu máli. „Ég býst við að lánshæfi ríkissjóðs muni batna við þetta. Þetta skiptir einnig máli upp á að fyrirtæki hafi betri möguleika á áhættudreifingu með fjárfestingu erlendis. Lífeyrissjóðum hefur verið heimilt að fjárfesta erlendis og ég tel að við megum ekki slaka þar á en þegar svigrúm gefst veita þeim frekari heimildir til fjárfestingar erlendis. Það er veruleg áhætta fólgin í því ef allur okkar sparnaður er fjárfestur innanlands.“Jón Bjarki BentssonJón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir stærra skref hafa verið tekið en hann bjóst við. „Innlendir markaðir og krónan ættu þó ekki að verða fyrir neinum verulegum skakkaföllum vegna þessa. Þetta er mjög jákvætt fyrir innlenda fjárfesta. Skrefin eru stigin á tíma sem er mjög hagfelldur. Okkar sýnist málið í heilt jákvætt.“ Tímabundnar sveiflurJón Bjarki sér fram á tímabundnar sveiflur bæði á innlendum verðbréfamörkuðum og hugsanlega á gjaldeyrismarkaði líka. „Þegar heimildirnar koma til framkvæmda verður líklega mikil ásókn í að nota þær á fyrstu vikum. En Seðlabankinn hefur mjög rúman gjaldeyrisforða og innlendir markaðir eru tiltölulega sterkir og kerfið er allt vel í stakk búið til að takast á við þessa breytingu. Þó að skammtímasveiflur verði, þá mun þetta allt draga úr langtímaáhrifum.“ Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, segir þetta við fyrstu sýn virðast vera skynsöm og varfærin skref. „Auðvitað er þetta mikilvægt mál fyrir hagkerfið í heild að við komumst hægt og örugglega út úr þessum höftum sem allra fyrst. Lykilatriði er að farið sé varlega í sakirnar til að ógna ekki stöðu gengisins og þar með stöðugleika og kaupmætti.“Gæti hægt á styrkingu krónuHrafn Steinarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, tekur undir með hinum greiningaraðilunum um að verið sé að taka varfærin skref í átt að losun hafta þegar kjöraðstæður eru til að stíga skrefin. „Við sjáum ekki endilega að það verði snörp veiking á gengi krónunnar, í fyrsta lagi er töluvert af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins vegna ferðamannastraums og í öðru lagi er gjaldeyrisforði Seðlabankans sterkur og allar forsendur til að draga verulega úr gengissveiflum.“ Hvað verðbólguna varðar telur hann að það gæti hægt á styrkingu krónunnar og á endanum muni draga úr þeirri verðhjöðnun sem sést hefur á verðlagi innfluttra vara. „En við sjáum ekki að þetta muni skapa verðbólguþrýsting út af titringi á gjaldeyrismörkuðum, það er afar ólíklegt. Afleiðingin af þessu verður vonandi sú að lánshæfismat ríkisins verði hækkað.“
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira