Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2020 18:48 Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“ Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. Starfsmenn Icelandair bíða fregna vegna þeirra aðgerða sem félagið ætlar að grípa til fyrir mánaðamótin. Forstjórinn hefur sagt þær afar umfangsmiklar. Heimildir fréttastofu herma að orðrómur sé um að segja þurfi upp 850 af 880 flugfreyjum hjá Icelandair. Um 300 flugvirkjar starfa hjá Icelandair og talið að segja þurfi upp helmingi þeirra. Engin staðfesting hefur fengist á því og forstjórinn ítrekað sagt að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Icelandair sagði upp 112 flugmönnum í fyrra. Í dag starfa þar 450 flugmenn. „Við eigum von á því að þetta verði meira en verið hefur. Við búum okkur undir það versta og vonumst það besta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Spurður út í hvort íslenska ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar bendir Jón Þór á að flugiðnaðurinn standi undir 38 prósent af landsframleiðslu, 72 þúsund störf séu þar á bakvið. „Og ef að menn ætli ekki að verja þessa innviði og þessa grein, þá þætti mér það skrýtið. Við getum kannski sett þetta í samhengi við loforð stjórnmálamanna. Það myndi þykja brattur stjórnmálamaður sem myndi lofa 72 þúsund nýjum störfum. En þá getum við sett það í hina áttina. Hvað með þann sem ætlar ekki að verja þau,“ segir Jón Þór. Ferðamálaráðherra segir ekki komið að þeim tímapunkti að tjá sig um mál Icelandair. „Þetta er félag á markaði með stjórn og stjórnendur. Ábyrgð þeirra er mikil. Þau eru með ærið verkefni í fanginu. Þau eru að reyna að leita leiða til að finna út úr því. Á meðan svo er þá er ekkert sem ég get sagt um þá stöðu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Hún segir ríkið tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu. „Það er grundvallarverkefni að tryggja það að það sé flug til landsins. Það verkefni fer ekkert frá okkur.“ Kallað hefur verið eftir að framhaldi á hlutabótaleiðinni og að fyrirtæki geti nýtt sér hana við starfslok starfsmanna. „Ég vona að við munum hafa einhver svör í tæka tíð, en hvernig lendingin verður þar get ég ekkert sagt til um akkúrat núna.“
Icelandair Fréttir af flugi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira