Greina frá niðursveiflu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 13:33 Viðmælendur voru sammála um að góðar samgöngur séu forsenda ferðaþjónustu úti á landi. VISIR / GETTY Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Daníel Jakobsson hótelhaldari Ísafirði og Ívar Ingimarssonar framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Óseyrar á Egilsstöðum voru til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Sprengisandur er sendur út alla sunnudagsmorgna klukkan tíu á Bylgjunni. Báðir viðmælendur greina frá niðursveiflu í ferðamennsku úti á landi. Munar þar mestu um að dregið hefur úr komu hópa. Hlýst það af því að ferðaskrifstofur erlendis ná einfaldlega ekki að fylla upp í þær ferðir sem þær selja og þurfa því að jafnvel hætta við þær. Þetta stafar sérstaklega af styrkingu krónunnar sem hefur gert Ísland að dýrari áfangastað fyrir ferðamenn. Til að mynda greinir annar viðmælenda frá því að á milli áranna 2016 og 2017 hafi hann ekki hækkað verð í íslenskum krónum en á sama tíma þurft að hækka verð í evrum um 23%. Viðmælendur segja að þetta hafi sérstaklega leitt til þess að ferðamönnum frá Mið-Evrópu hafi fækkað og það sé hópur sem sérstaklega leiti út fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Viðmælendur segja einnig að erfitt sé að ætla að standast samkeppnina við gistingu sem keypt er gegn um Airbnb. Þau sem leigi húsnæði út gegn um Airbnb þurfi einfaldlega oft ekki að glíma við erfiða kostnaðarliði eins og launakostnað. Ívar gagnrýnir að stefnumótun stjórnvalda beinist í of miklum mæli að aðstöðu ferðaþjónustu í Reykjavík. „Þessi 90 daga regla, ég segi að það sé bara jafngildi 320 daga reglu í Reykjavík. Á svæðum hér á Austurlandi er tímabilið í raun bara þrír mánuðir,“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30 Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Gagnrýna að engin greining sé til staðar á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu Fjármálaráð segir vanta greiningu á áhrifum samdráttar í ferðaþjónustu á afkomu hins opinbera í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá skorti jafnframt sviðsmyndir um aðgerðir ef bakslag verði í greininni. Ráðið gagnrýnir líka skort á svigrúmi í ríkisfjármálum til að mæta áföllum ef hagspár bregðist. 20. apríl 2018 18:30
Óttast að þurfa að loka hóteli vegna gjaldtöku á heitu vatni Orkubússtjóri segir orkufyrirtæki ekki geta gefið orku. 4. maí 2018 20:28