Viðskipti innlent

Boðað til starfsmannafundar hjá Icelandair

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill

Boðað hefur verið til starfsmannafundar hjá Icelandair klukkan 14:30 í dag. Að því er segir í tilkynningu til starfsmanna um fundinn mun Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, fara yfir stöðu mála og svara þeim spurningum sem starfsmenn kunna að hafa.

Fyrr í vikunni boðaði félagið að grípa þurfi til umfangsmikilla aðgerða og frekari uppsagna hjá fyrirtækinu vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi vegna kórónuveirufaraldursins.

Bogi Nils sagði þannig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mun harðari niðurskurður blasi við félaginu nú en í síðasta mánuði. Ætlunin sé að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er yfirstaðinn.

Icelandair sagði upp 240 starfsmönnum í síðasta mánuði. Starfshlutfall 92 prósent starfsmanna var skert og laun allra sem héldu starfi lækkuð um 20 prósent. Icelandair flýgur aðeins fimm prósent af áætlaðri flugáætlun í dag og ríkir algjör óvissa um framtíðina.

Fjöldi uppsagna verður því mun meiri um næstu mánaðamót en í síðasta mánuði en endaleg tala þeirra sem missa munu vinnuna liggur ekki fyrir að sögn Boga. Þá vonast félagið til þess að geta ráðið sem flesta aftur þegar eftirspurnin tekur við sér á ný.


Tengdar fréttir

Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair

Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×