Erlent

Vill betri tengsl við Vesturlönd

Heræfingar í Georgíu Georgískur og tyrkneskur hermaður bera saman bækur sínar. fréttablaðið/AP
Heræfingar í Georgíu Georgískur og tyrkneskur hermaður bera saman bækur sínar. fréttablaðið/AP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segist vilja góð samskipti við Vesturlönd þrátt fyrir alvarlegan ágreining í tengslum við heræfingar á vegum NATO, sem hófust í Georgíu í gær.

Rússar eru afar ósáttir við heræfingar og segja auk þess að brottrekstur tveggja rússneskra erindreka frá höfuðstöðvum NATO í Brussel í síðustu viku hafi verið hrein ögrun.

Rússar brugðust við með því að reka tvo starfsmenn NATO í Moskvu úr landi. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×