Sport

Ísland í 92. sæti á lista FIFA

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er ásamt Indónesum í 92. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Íslendingar falla um tvö sæti frá því að listinn var síðast birtur. Brasilíumenn eru í fyrsta sæti en Argentínumenn og Hollendingar koma í næstu sætum. Tékkar, sem voru í öðru sæti, eru fallnir niður í fjórða sætið. Þjóðverjar eru í 11. sæti og hækka sig um tíu sæti frá síðasta lista. Venesúelar, sem verða mótherjar Íslendinga á Laugardalsvellinum 17. ágúst, eru í 68. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×