Innlent

Hörð gagnrýni á RUV í fréttabréfi FK

Reyndur kvikmyndagerðarmaður metur afstöðu RUV til heimildamyndagerða sem "Afspyrnu lélega, engin stefna nokkurntíma verið til, pólitísk einkavinavæðing stjórnað allri dagskrárgerð um árabil, enginn metnaður um innihald...borga lítið sem ekkert fyrir flestar myndir en ofurfjárhæðir fyrir einkavini..."

Þetta kemur fram í nýjasta Fréttabréfi FK, Félags kvikmyndagerðarmanna, en þar var leitað til 19 kvikmyndagerðarmanna sem fengist hafa við gerð heimildamynda og þeir beðnir um álit á RUV og KMI eða Kvikmyndamiðstöð Íslands.

KMI fær sinn skerf af gagnrýni en fram kemur m.a. að menn eru lítt hrifnir af þeirri kvöð sem KMI setur á styrki að ekki megi veita þá eftir að tökur eru hafnar á viðkomandi mynd.

RUV er sá vettvangur þar sem 99% af íslenskum heimildarmyndum er sýndur og því verður kvikmyndagerðarmönnum tíðrætt um þátt RUV. Margir nefna verð það sem RUV býður eða milljón kr. fyrir klukkutímann og skiptir þá engu hve mikið er lagt í viðkomandi verkefni. Og einn nefnir þá kvöð sem fylgir sölunni til RUV, það er að RUV á sýningarréttinn næstu sjö árin. "Þarna er RUV ekki að hjálpa mér að byggja upp mína starfsemi," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×