„Voðinn vís“ ef einhver nær korti og pinni saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 16:30 Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor mynd/aðsend Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð. Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð.
Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46