„Voðinn vís“ ef einhver nær korti og pinni saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 16:30 Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor mynd/aðsend Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð. Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor, segir að korthafar séu almennt meðvitaðir um það að pin-númer greiðslukorts veiti aðgengi að kortinu og því passi fólk vel upp á það. Fyrirtækið brýni það fyrir viðskiptavinum sínum að passa upp á pinnið. Fyrr í dag sagði Vísir frá leiðinlegu atviki sem Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í í miðbæ Reykjavíkur fyrir um 10 dögum. Kreditkortinu hennar var þá stolið og náðu þjófarnir að taka út tæplega 160 þúsund krónur. Kristrún ber allt tjónið sjálf þar sem peningurinn var tekinn út með pinni og örgjörva kortsins. Samkvæmt reglum Visa er korthafi ábyrgur fyrir færslum sem staðfestar eru með pinni. Bergsveinn segir að sú regla gildi alls staðar í heiminum, sama hjá hvað kortafyrirtæki viðkomandi er. Þá sé það alveg ljóst af notkunarskilmálum greiðslukorta að svo sé.Mikilvægt að láta lögregluna vita „Kort og pin er í raun eins og handhafaábyrgð. Ef einhver nær korti og pinni saman, og hefur eitthvað slæmt í huga, þá er einfaldlega voðinn vís. Korthafar verða því að passa vel upp á að kort og pin séu aldrei saman, til dæmis pinnið á miða í veskinu eða í símanum, og þá þarf einnig að passa upp á að pin-innslátturinn sjáist ekki þegar verið er að borga,“ segir Bergsveinn. Hann segir að þó megi ekki gleyma því að þeir sem lendi í því að kortinu þeirra sé stolið og peningarnir teknir út af því séu fórnarlömb glæpa og því sé mikilvægt að láta lögregluna vita. Í einhverjum tilfellum er hægt að hafa uppi á þjófunum og fá einhvers konar málalok. Þannig leysist málin á öðrum vettvangi en hjá kortafyrirtækjunum.„Svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum“ Aðspurður segir Bergsveinn að mál af þessu tagi séu mjög óalgeng hjá Valitor. „Miðað við þann mikla fjölda færslna sem fara hér í gegn á hverju ári þá er svona sem betur fer óalgengt. Þá hefur pinnið haft góð áhrif á öryggi almennt eftir að það var innleitt en þetta er auðvitað mikil áminning um að passa sig mjög vel.“ Kort Kristrúnar var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð. Hún velti því þar af leiðandi fyrir sér hvort einhverjar viðvörunarbjöllur hefðu ekki átt að hringja hjá kortafyrirtækinu vegna þessarar miklu notkunar og það um miðja nótt. Bergsveinn segir að varðandi þetta verði að hafa í huga að mynstur korthafa geti verið mjög mismunandi. „Það er snúið að fylgjast með þessu en svona tíðni á færslum hringir ekki sérstökum bjöllum. Svo þurfum við líka að taka tillit til persónuverndar korthafa og hvað við megum fylgjast mikið með.“ Bergsveinn ítrekar þó að Valitor sé alltaf að leita leiða til að bæta öryggi og því sé umræðan um þetta nauðsynleg og góð.
Tengdar fréttir 160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. 3. maí 2016 10:46