Hægt yrði að greiða um helming af skuldunum jón hákon halldórsson skrifar 12. febrúar 2015 07:15 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur undirbúið Viðskiptaþing 2015 undanfarna daga. fréttablaðið/valli Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira