Hægt yrði að greiða um helming af skuldunum jón hákon halldórsson skrifar 12. febrúar 2015 07:15 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur undirbúið Viðskiptaþing 2015 undanfarna daga. fréttablaðið/valli Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera. Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira
Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera.
Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignasali selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sjá meira