Hægt yrði að greiða um helming af skuldunum jón hákon halldórsson skrifar 12. febrúar 2015 07:15 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur undirbúið Viðskiptaþing 2015 undanfarna daga. fréttablaðið/valli Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Samanlagt verðmæti þeirra eigna sem hið opinbera á og Viðskiptaráð telur grundvöll til að selja nemur tæplega 800 milljörðum króna. Það samsvarar rúmlega 40 prósentum af landsframleiðslu. Það á við um eignir ríkisins og sveitarfélaga. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs, sem gefin er út í tengslum við Viðskiptaþing í dag, segir að grynnka mætti á opinberum skuldum um nær helming með því að selja þessi opinberu fyrirtæki. „Við sjáum fátt því til fyrirstöðu að fara að selja eignarhlut í Landsbankanum og að hefja undirbúning á að minnsta kosti hluta á eignarhlut í Landsvirkjun. Við höfum nefnt lífeyrissjóðina í því samhengi,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í samtali við Fréttablaðið. Þá séu nokkrir þættir þar sem sala væri háð endurskoðun á regluverki og lagaumgjörð. „Það eru þá sérstaklega þeir þættir sem segja má að búi við náttúrlega einokun eins og veitustarfsemin,“ segir Frosti. Þá segir Frosti að Íslandspóstur og Sorpa séu dæmi um fyrirtæki sem hefði átt að vera búið að einkavæða. „Við teljum engin haldbær rök fyrir því að hið opinbera sinni þessum hlutverkum yfirhöfuð og þar af leiðandi ættu menn bara að fara sem fyrst í það að selja þessar eignir,“ segir Frosti. Hann bætir því við að þessi fyrirtæki starfi á markaði þar sem samkeppni ríkir nú þegar á meðal einkaaðila og því engin ástæða fyrir hið opinbera að vera starfandi á þeim. „Og hvað þá að stefna að vexti eins og til að mynda í tilfelli Íslandspósts,“ segir Frosti. Frosti segir þó að það væri verulega bjartsýnt að ætla að ríkið myndi selja allar eignirnar. „En þó það væri ekki nema helmingurinn í verðmætum þá væri engu að síður um 400 milljarða að ræða sem myndi lækka skuldir ríkissjóðs um fjórðung,“ segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að það séu einungis þrjár leiðir til að lækka skuldir ríkissjóðs hlutfallslega. Það sé sala eigna eða afgangur af ríkisfjárlögum og svo í þriðja lagi að hagkerfið vaxi þannig að skuldirnar minnki í hlutfalli við hagkerfið. „Og því miður að okkar mati þá hefur eingöngu verið fókusað á þennan þriðja þátt. Það er mikilvægt en við teljum að það eigi að nýta samhliða hinar tvær leiðirnar til þess að grynnka á skuldum,“ segir Frosti. Enda sé vaxtakostnaður ansi stór herkostnaður fyrir lífskjör og opinbera þjónustu. „Við erum að borga, sem hlutfall af landsframleiðslu, næstum því tvisvar sinnum meira en Grikkland og þar telja menn ástandið nú ansi svart,“ segir Frosti. Hann segir klárt mál að það sé grundvöllur fyrir aukinni hagkvæmni í ríkisrekstri og endurskilgreiningu á verkefnum og umfangi hins opinbera.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira