Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Sjókvíaeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Austfjörðum. Mynd/Fiskeldi Austfjarða Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Fyrirtæki í sjókvíaeldi vonast til að tífalda framleiðsluna á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150 þúsund tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rannsóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mestmegnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár.„Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arctic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í landinu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira