Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira