Þrír nýir stjórnendur ráðnir í Þjóðleikhúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:55 Þau Steinunn, Kristín og Jón Þorgeir eru nýir stjórnendur hjá Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur. Steinunn verður framkvæmdastjóri leikhússins, Jón Þorgeir mun stýra samskipta-og markaðsmálum og Kristín tekur við nýju starfi þjónustu- og upplifunarstjóra. Að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu koma störf þeirra þriggja í stað þriggja annarra starfa sem voru aflögð sem hluti af áherslu- og skipulagsbreytingum í Þjóðleikhúsinu. Koma breytingarnar nú í kjölfar endurnýjunar á hópi listrænna stjórnenda leikhússins og skipulagsbreytingar sem kynntar voru í mars. „Markmið breytinganna eru að bæta listrænt starf og gæði, að opna leikhúsið og sækja nýja leikhúsgesti og síðast en ekki síst að bæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt um þau Steinunni, Jón Þorgeir og Kristínu: „Steinunn hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri í íslensku lista- og menningarlífi. Frá 2017 hefur hún verið framkvæmdastjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á annan áratug sem ferla- og skipulagsstjóri, verkefnastjóri umbótaverkefna, dagskrárgerðarmaður og framleiðandi. Hún var markaðs- og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík og Íslensku óperunnar á árunum 2010-2014. Steinunn er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.A. gráðu í spænsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á háskólanám í mannauðsstjórnun og leiðtogafræðum í Danmörku. Hún hefur kennt námskeið um stefnumótun og hlutverk menningarfyrirtækja við Háskólann á Bifröst og unnið sem ráðgjafi um stafræna umbreytingu og jafnréttismál fyrir EBU, European Broadcasting Union. Jón Þorgeir er með áralanga reynslu af markaðsstörfum, hönnun og leikhússtörfum. Hann er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jón Þorgeir er nú framkvæmdastjóri ÍMARK - samtaka markaðsfólks á Íslandi. Þar á undan var hann markaðsstjóri Borgarleikhússins auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda leikhúsuppsetninga bæði hérlendis og erlendis bæði sem hönnuður og/eða markaðssérfræðingur. Einnig hefur hann hannað og framleitt auglýsingar fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Kristín Ólafsdóttir hefur gríðarlega reynslu sem þjónustustjóri, veitingamaður og ráðsmaður á Bessastöðum. Kristín er með meistaragráðu í framreiðslu, blómaskreytir og hefur einnig lokið námi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Kristín var yfirþjónn á Icelandair-hótelinu á Flúðum og Hótel KEA. Kristín var ráðsmaður á Bessastöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði framhúsi og veitingasölu Borgarleikhússins á árunum 2013-2018. Þá hefur hún ásamt eiginmanni sínum rekið veiðihúsin við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihúsin við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hefur hún einnig séð um þjónustu í Eldar-lodge, sem er í sérflokki sem hágæða gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn.“ Alls bárust 112 umsóknir um störfin þrjú, þar af 32 í stöðu framkvæmdastjóra, 38 í starf forstöðumanns samskipta og markaðsmála og 42 í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra. Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir í Þjóðleikhúsið. Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra þann 1. janúar síðastliðinn og hann hefur nú fengið til liðs við sig þau Steinunni Þórhallsdóttur, Jón Þorgeir Kristjánsson og Kristínu Ólafsdóttur. Steinunn verður framkvæmdastjóri leikhússins, Jón Þorgeir mun stýra samskipta-og markaðsmálum og Kristín tekur við nýju starfi þjónustu- og upplifunarstjóra. Að því er segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu koma störf þeirra þriggja í stað þriggja annarra starfa sem voru aflögð sem hluti af áherslu- og skipulagsbreytingum í Þjóðleikhúsinu. Koma breytingarnar nú í kjölfar endurnýjunar á hópi listrænna stjórnenda leikhússins og skipulagsbreytingar sem kynntar voru í mars. „Markmið breytinganna eru að bæta listrænt starf og gæði, að opna leikhúsið og sækja nýja leikhúsgesti og síðast en ekki síst að bæta þjónustu og upplifun leikhúsgesta,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt um þau Steinunni, Jón Þorgeir og Kristínu: „Steinunn hefur víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri í íslensku lista- og menningarlífi. Frá 2017 hefur hún verið framkvæmdastjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á annan áratug sem ferla- og skipulagsstjóri, verkefnastjóri umbótaverkefna, dagskrárgerðarmaður og framleiðandi. Hún var markaðs- og kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík og Íslensku óperunnar á árunum 2010-2014. Steinunn er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.A. gráðu í spænsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á háskólanám í mannauðsstjórnun og leiðtogafræðum í Danmörku. Hún hefur kennt námskeið um stefnumótun og hlutverk menningarfyrirtækja við Háskólann á Bifröst og unnið sem ráðgjafi um stafræna umbreytingu og jafnréttismál fyrir EBU, European Broadcasting Union. Jón Þorgeir er með áralanga reynslu af markaðsstörfum, hönnun og leikhússtörfum. Hann er með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jón Þorgeir er nú framkvæmdastjóri ÍMARK - samtaka markaðsfólks á Íslandi. Þar á undan var hann markaðsstjóri Borgarleikhússins auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda leikhúsuppsetninga bæði hérlendis og erlendis bæði sem hönnuður og/eða markaðssérfræðingur. Einnig hefur hann hannað og framleitt auglýsingar fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Kristín Ólafsdóttir hefur gríðarlega reynslu sem þjónustustjóri, veitingamaður og ráðsmaður á Bessastöðum. Kristín er með meistaragráðu í framreiðslu, blómaskreytir og hefur einnig lokið námi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Kristín var yfirþjónn á Icelandair-hótelinu á Flúðum og Hótel KEA. Kristín var ráðsmaður á Bessastöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði framhúsi og veitingasölu Borgarleikhússins á árunum 2013-2018. Þá hefur hún ásamt eiginmanni sínum rekið veiðihúsin við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihúsin við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hefur hún einnig séð um þjónustu í Eldar-lodge, sem er í sérflokki sem hágæða gistiaðstaða fyrir erlenda ferðamenn.“ Alls bárust 112 umsóknir um störfin þrjú, þar af 32 í stöðu framkvæmdastjóra, 38 í starf forstöðumanns samskipta og markaðsmála og 42 í stöðu þjónustu- og upplifunarstjóra.
Menning Vistaskipti Leikhús Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira