Uppgjör og framboð hvekkja markaðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent