Uppgjör og framboð hvekkja markaðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira