Uppgjör og framboð hvekkja markaðinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group fyrir ríflega 1,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Gengi bréfa í öllum skráðum fyrirtækjum á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu. Mest í Icelandair Group eða um 3,47 prósent, en næstmest í Marel eða 3,13 prósent og nam veltan með bréf í Marel 565 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,62 prósent. Á föstudaginn lækkaði hún um 4,99 prósent. Samtals nemur lækkunin 7,61 prósenti og er mesta samfellda lækkunin tvo daga í röð frá árinu 2009. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunina megi annars vegar skýra með því að nýbirt uppgjör hafi líklegast valdið vonbrigðum. „Uppgjörslotan stendur yfir og uppgjörin og þær horfur sem þau lýsa virðast hafa verið undir væntingum. Þar munar mestu um Icelandair Group,“ segir Stefán Broddi. Í afkomutilkynningu sem birt var í síðustu viku kemur fram að tap Icelandair Group á fyrsta fjórðungi nemur rúmum 1,9 milljörðum króna eftir skatta og að nú er búist við að afkoman fyrir árið verði lakari en áður var talið. „Þetta er algjört lykilfyrirtæki í kauphöllinni og það hafði heilmikil áhrif. Hins vegar megi skýra lækkunina með því að á föstudaginn og í dag hafi komið fram óvænt framboð á hlutabréfum. Á föstudaginn tilkynnti Hampiðjan um fyrirhugaða sölu á 8,79 prósenta hlut í HB Granda. Í gær auglýsti Landsbankinn svo 23,3 prósenta hlut sinn í Eyri Invest til sölu. Til viðbótar segir Stefán Broddi að síðasta vika hafi verið slæm á erlendum mörkuðum og það hafi áhrif hér. Vísar hann til þess að uppgjör Apple hafi valdið vonbrigðum sem hafi orðið til þess að bréf í fyrirtækinu féllu í verði. „Fimmtudagur var mjög slæmur erlendis en föstudagurinn var slæmur hjá okkur,“ segir Stefán Broddi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á dögunum að stefnt yrði að því að koma meginþorra þeirra eigna sem ríkið fékk með stöðugleikaframlagi í verð fyrir áramót. Stefán Broddi telur ekki að þessi yfirlýsing hafi haft áhrif. „Það er óvænt framboð sem skiptir máli. Og ég held að flestir hafi gert sér grein fyrir því að ríkið hafi ekki ætlað sér að verða einhver minnihlutaeigandi í Sjóvá, Reitum, Eimskip, eða einhverjum öðrum samkeppnisfyrirtækjum til lengdar. Ég efast um að það hafi haft áhrif.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira