Viðskipti innlent

Alicja Lei frá Travelade til Meniga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Alicja Lei hefur gengið til liðs við Meniga.
Alicja Lei hefur gengið til liðs við Meniga. meniga

Alicja Lei hefur verið ráðin í markaðsdeild fjártæknifyrirtækisins Meniga. Ráðning hennar er sögð, í vistaskiptatilkynningu frá fyrirtækinu, styrkja Meniga í þeim erlendum verkefnum sem eru á borði fyrirtækisins. Fjármálabúnaður Meniga er nú aðgengilegur í 30 löndum og hefur fyrirtækið opnað skrifstofur í Lundúnum, Stokkhólmi, Varsjá, Barcelona og Singapúr, auk höfuðstöðvanna í Kópavogi.

Í fyrrnefndri tilkynningu er ferill Alicju rakinn. Þar segir að hún sé fædd og uppalin í Kanada en að hún hafi lært og starfað í Bandaríkjunum, Englandi og á Íslandi undanfarin 3 ár. Hún hafi unnið í markaðsdeild útivistarmerkisins Helly Hansen um nokkurt skeið en eftir að hafa flutt til Íslands hafi hún tekið við starfi vörumerkjastjóra fyrirtækisins Travelade.

Alicja er gift Arnþóri Heimissyni, fjármálastjóra hjá Röfnum, en hann á eina dóttur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×