Atvinnulíf

Rétt vinnubrögð geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

„Það má alveg búast við því að svona ástand í þjóðfélaginu muni fjölga þjónustuþegum hjá VIRK þegar frá líður,“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK aðspurð um ástandið. 

„Nú þegar hafa fjöldi manns misst vinnuna og sá hópur gæti því miður farið stækkandi. Þessi hópur fær að sjálfsögðu aðstoð frá Vinnumálastofnun en ef heilsubrestur fylgir í kjölfar langvarandi atvinnuleysis þá má reikna með að hluti þessa hóps þurfi á þjónustu VIRK að halda,“ bætir Vigdís við. 

Að hennar sögn þarf að huga sérstaklega að stéttum sem eru í framlínunni núna eins og heilbrigðistéttir, kennarar og verslunarfólk. Þá þarf líka að styðja við þá sem standa höllum fæti fyrir heilsufarslega og fjárhagslega.

Vigdís segir VIRK tilbúið til að koma að því verkefni með vinnustöðum að draga úr eftirköstum þegar þessu mikla álagstímabili lýkur.

Krísustjórnun, áfallahjálp fyrir vinnustaði og mögulegt brottfall af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveiru og efnahagshruns eru til umfjöllunar í Atvinnulífinu á Vísi í dag.

13 vinnustaðir prufukeyra heilsueflandi viðmið

„Álagið er mikið núna, sérstaklega á þeim starfstéttum sem nú standa í framlínunni, en það verður vonandi tímabundið. 

Þegar þetta erfiða ástand er gengið yfir þá þurfa vinnustaðirnir og samfélagið allt að gæta sérstaklega að velferð þessara starfsstétta,“ 

segir Vigdís og bætir við „Rétt vinnubrögð í kjölfarið á þessu mikla álagstímabili geta skipt sköpum um það hver eftirköstin verða fyrir samfélagið til lengdar.“

Nýverið var er forvarnarverkefninu VelVIRK hleypt var af stokkunum en þar er markmiðið að vinna gegn brottfalli af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Það eigi ekki síður við um heilsubrest vegna álagstengdra einkenna.

„Einn þáttur þess er vefsíðan velvirk.is þar sem finna má hollráð og bjargráð sem vonandi hjálpa til við að glíma við ástandið. Annar þáttur verkefnisins sem er í samvinnu við Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið eru heilsueflandi viðmið fyrir vinnustað.“

Að sögn Vigdísar eru heilsueflandi viðmiðin nú þegar komin í prufukeyrslu hjá 13 vinnustöðum en markmiðið er að klára gerð viðmiðanna endanlega í lok þessa árs.

Hrun I og hrun II: Nú tölum við um tilfinningar

Lítið var rætt um líðan fólks í kjölfar bankahruns en nokkrum árum síðar fóru þær umræður að aukast töluvert, meðal annars umræður um kulnun. Þessu horfir öðruvísi við í dag, mikið er fjallað um líðan og heilsu fólks og áhersla lögð á að fólk reyni að halda í gleðina.

Afleiðingar bankahrunsins tóku mörg ár að koma fram og sú aukning sem varð á þjónustuþegum VIRK 10 árum eftir bankahrun gæti jafnvel hafa verið afleiðing þess þannig að skjót og markviss viðbrögð núna vinna með okkur þegar til langs tíma er litið.“

segir Vigdís.

Vigdís segir mikilvægt að líta til þeirra sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir.Vísir/Þorkell Þorkelsson

En hv að getum við lært af bankahruninu þannig að færri detti af vinnumarkaði í kjölfar kórónuveirunnar?

„Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur verið að kynna eru margar hverjar bein afleiðing af lærdómi úr bankahruninu og þær munu væntanlega lágmarka skaðann að einhverju leyti,“ segir Vigdís og bætir við „Mikilvægt er að atvinnulífið og stjórnvöld vinni áfram markvist að því vinna gegn því að fólk falli út af vinnumarkaði núna. En það þarf ekki síður að hugsa til framtíðar þegar ástandið er gengið yfir.“

Vigdís telur ekkert ólíklegt að áfallið af kórónuveirunni muni hafa varanleg áhrif á vinnumarkaðinn og fyrirkomulag vinnu í framtíðinni.

Kannski munu fyrirtæki og stofnanir endurskoða vinnufyrirkomulag sitt að einhverju leiti og það kann að vera skynsamlegt að skipuleggja það vel hvernig snúið er aftur til fyrri starfa eftir áfall sem þetta,“ 

segir Vigdís og bætir við „Þá er mikilvægt að huga að því að vinnuaðstæður séu góðar og starfsfólk fái nægjanlegan stuðning.“

Aðspurð um það hvort hún telji einhverja starfshópa umfram aðra þurfa sérstakan stuðning og minnkun á álagi bendir Vigdís sérstaklega á fólk sem stendur höllum fæti bæði heilsufarslega og fjárhagslega. Hún bendir samt einnig sérstaklega á fólk í framlínustörfum og umönnunarstörfum.

„Þá er líka mjög mikilvægt að líta til þeirra stétta sem eru í framlínunni núna, til dæmis heilbrigðstétta, kennara og verslunarfólks, styðja þær sem best nú og gæta þess að unnið verði úr þessum álagstímum með þeim í framhaldinu þegar mesta álaginu léttir,“ svarar Vigdís.


Tengdar fréttir

Krísustjórnun á tímum kórónuveiru og algengustu mistökin

Bjarni Snæbjörn Jónsson segir mikilvægt að stjórnir stígi inn að krafti og styðji við stjórnendateymin sín. Mistök verða gerð enda enginn sem getur fullyrt að ráða við stöðuna sem nú er uppi. Fyrirtækjum blæðir og sum eru í „hjartastoppi.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.