Lífið

Backstreet Boys fluttu sitt vinsælasta lag hver í sínu lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir hafa engu gleymt. 
Þeir hafa engu gleymt. 

Ein allra vinsælasta popphljómsveit síðari ára, Backstreet Boys, var stofnuð árið 1993 og sló hún rækilega í gegn á tíunda áratuginum.

Eitt af þeirra vinsælustu lögum er lagið I Want It That Way sem kom út árið 1999 og fór rakleitt á toppinn á helstu vinsældarlistum.

Meðlimir bandsins þeir AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell gáfu á dögunum út myndband þar sem þeir flytja lagið allir í sitthvoru lagi.

Ástæðan fyrir því er að allir meðlimir bandsins halda sig heima vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.