Hagkaup lokar Nammilandi en býður fyrst 70 prósenta afslátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2020 00:16 Þessi sýn blasti við lesanda Vísis í Hagkaupum í Skeifunni í kvöld. Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmann og lesanda Vísis rak í rogarstans þegar hann brá sér í Hagkaup í Skeifunni í kvöld. Um tíu til fimmtán manns voru með skóflurnar á lofti í Nammilandi þar sem fólk mokar sælgæti af ýmsum toga í poka og greiðir eftir vigt. Snertismit er helsta smitleið kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum sem almannavarnir um heim allan berjast við þessi dægrin. Þetta hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ítrekað komið inn á í orði á daglegum upplýsingafundum vegna veirunnar og má sömuleiðis lesa sér til um víða, svo sem á Covid.is. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að snertismit er líklegasta leiðin til að smitast af kórónuveirunni. Því eigi fólk að gæta hreinlætis, þvo hendur með heitu vatni og sápu í þrjátíu sekúndur og nota handspritt þegar við á.Vísir/Vilhelm Hagkaup hefur hingað til ekki séð ástæðu til þess að loka nammilandinu þótt verslunin hafi gripið til annarra leiða til að takmarka smithættu. Má nefna að brauðskurðarvélin er til dæmis lokuð vegna smithættu. Tímamóta afsláttur í nammilandi Á skilti í verslun Hagkaupa í Skeifunni kemur fram að ákveðið hafi verið að loka nammilandinu tímabundið. Ástæðan kemur ekki fram en má ætla að um viðbrögð vegna kórónuveirunnar sé um að ræða. Nammilandi verður þó ekki lokað fyrr en á þriðjudag ef marka má auglýsinguna. Þannig auglýsir Hagkaup 70 prósent afslátt á nammi og verður afslátturinn í gildi til mánudags. Afslátturinn framlengist því inn í vikuna. Nammiland í Hagkaup í Skeifunni hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Þar er opið allan sólarhringinn og verslunin hefur boðið helmingsafslátt um helgar. Neytendur eru þó beðnir um að nota einnota hanska í nammilandinu líkt og í salatbar og bakaríi. Lesandi Vísis tók ekki eftir því hvort nammikaupendur í Hagkaupum í kvöld hefðu allir sem einn verið með hanska á sér. Einhverjir voru þó með andlitsgrímur. Grímur og hanskar geta veitt falskt öryggi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið spurður út í öryggi sem grímur og hanskar veiti. Hefur hann haft á orði að örygið geti verið falskt. Grímur og hanskar geti vissulega virkað. Grímur verði hins vegar gagnlausar um leið og þær blotna, sem þær gera smám saman við öndun, og þá geri þær lítið sem ekkert gagn. Þá sé lítið gagn í þeim til að verja sig, það sé frekar til að verja aðra. Varðandi hanskana sé ákveðin kúnst að fara rétt úr þeim svo að smit berist ekki af þeim og í viðkomandi. Ferðalangar á Keflavíkurflugvelli með andlitsgrímur.Vísir/Vilhelm „Þannig að það getur gefið falskt öryggi,“ ítrekaði Þórólfur á upplýsingafundi í vikunni. „Ég held að þeir sem eru veikir fyrir ættu helst að reyna að fá einhvern til að fara fyrir sig út í búð.“ Skorar á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax Lesandinn vill skora á Hagkaup að sýna samfélagslega ábyrgð strax í stað en ekki á þriðjudaginn. Hann telur að það standist ekki nokkra skoðun að hvetja viðskiptavini til að auka líkur á snertismiti með viðbótarafslætti um helgina
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sælgæti Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira