Mögulega mikilvægasti leikur körfuboltans fór fram á þessum degi fyrir 41 ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 17:00 Larry Bird hjá Indiana State og Magic Johnson hjá Michigan State í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans 26. mars 1979. Getty/ James Drake Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube
NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira