Viaplay fer í loftið á Íslandi 1. apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 08:31 Stilla úr þáttaröðinni Love Me, sem Viaplay framleiðir. Sverrir Guðnason er meðal leikara. Viaplay Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Entertainment Group (NENT Group), eiganda Viaplay. Viaplay-pakki með þáttaröðum og kvikmyndum mun kosta 599 krónur á mánuði. Það helsta sem Íslendingum stendur til boða við opnunina er eftirfarandi: Sérframleitt: ‘Love Me’, ‘Those Who Kill’, ‘Wisting’, ‘Box 21’, ‘Face to Face’, ‘ALEX’, ‘Rig 45’, ‘The Art of Living’, ‘Black Lake’, ‘Hidden’, ‘Conspiracy of Silence’, ‘The Inner Circle’, ‘Four Hands Menu’ og margt fleira. Kvikmyndir og þáttaraðir: ‘Borg vs. McEnroe’, ‘The Purity of Vengeance’, ‘Easy Money’, ‘Badehotellet’, ‘The Restaurant’, ‘Greyzone’, ‘Jordskott’, ‘Grey’s Anatomy’ og margt fleira. Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og norrænu metsölumyndirnar í Viaplay-versluninni. Barnaefni: ‘Fixi in Playland’, ‘Mia’s Magic Playground’, ‘Paw Patrol’, ‘Dora the Explorer’, ‘SpongeBob SquarePants’ og fleira. Á næstu mánuðum verður smám saman bætt við efni á Viaplay.is, sem frá og með 1. apríl verður þannig fáanlegt á öllum Norðurlöndunum. Sjá einnig: Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Að auki hefur NENT Group tryggt sér íslenskan sýningarrétt á mörgum íþróttaviðburðum- og keppnum; Formúlu 1-kappakstrinum, þýskum handbolta og fótbolta (Bundesliga), WTA í tennis, ameríska hafnaboltanum (Major League Baseball) og mörgu fleiru. Meirihluta þessara viðburða hefur verið frestað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og munu því bætast við síðar. Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Viaplay hefur jafnframt öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Fastlega er gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu þegar sýningarréttur Símans og Sýnar á deildunum rennur út; árin 2022 og 2021. Bíó og sjónvarp Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Entertainment Group (NENT Group), eiganda Viaplay. Viaplay-pakki með þáttaröðum og kvikmyndum mun kosta 599 krónur á mánuði. Það helsta sem Íslendingum stendur til boða við opnunina er eftirfarandi: Sérframleitt: ‘Love Me’, ‘Those Who Kill’, ‘Wisting’, ‘Box 21’, ‘Face to Face’, ‘ALEX’, ‘Rig 45’, ‘The Art of Living’, ‘Black Lake’, ‘Hidden’, ‘Conspiracy of Silence’, ‘The Inner Circle’, ‘Four Hands Menu’ og margt fleira. Kvikmyndir og þáttaraðir: ‘Borg vs. McEnroe’, ‘The Purity of Vengeance’, ‘Easy Money’, ‘Badehotellet’, ‘The Restaurant’, ‘Greyzone’, ‘Jordskott’, ‘Grey’s Anatomy’ og margt fleira. Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og norrænu metsölumyndirnar í Viaplay-versluninni. Barnaefni: ‘Fixi in Playland’, ‘Mia’s Magic Playground’, ‘Paw Patrol’, ‘Dora the Explorer’, ‘SpongeBob SquarePants’ og fleira. Á næstu mánuðum verður smám saman bætt við efni á Viaplay.is, sem frá og með 1. apríl verður þannig fáanlegt á öllum Norðurlöndunum. Sjá einnig: Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Að auki hefur NENT Group tryggt sér íslenskan sýningarrétt á mörgum íþróttaviðburðum- og keppnum; Formúlu 1-kappakstrinum, þýskum handbolta og fótbolta (Bundesliga), WTA í tennis, ameríska hafnaboltanum (Major League Baseball) og mörgu fleiru. Meirihluta þessara viðburða hefur verið frestað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og munu því bætast við síðar. Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Viaplay hefur jafnframt öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Fastlega er gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu þegar sýningarréttur Símans og Sýnar á deildunum rennur út; árin 2022 og 2021.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira