Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar færir sig til ASÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:53 Halla Gunnarsdóttir starfaði á sínum tíma sem blaðamaður en hefur verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ. Halla hefur störf 15. apríl næstkomandi og tekur við af Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin fimm ár. Samið var um starfslok við Guðrúnu Ágústu og tók uppsögnin gildi þann 1. mars. Halla Gunnarsdóttir er menntuð sem kennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með M.A. próf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum frá árinu 2018. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri Women‘s Equality Party í Bretlandi, ráðgjafi á alþjóðlegri lögmannsstofu, aðstoðarmaður ráðherra hér á landi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er hætt sem framkvæmdastjóri ASÍ. Hún var áður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Halla er í tilkynningunni sögð hafa víðtæka reynslu af stefnumörkun og stjórnun verkefna. Hún hafi leitt stefnumótandi nefndir á vegum stjórnvalda, meðal annars sem tengjast baráttu gegn ofbeldi og málefnum útlendinga. Hún hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur, skrifað ritrýndar fræðigreinar og fræðibók, auk þess sem hún ritaði ævisögu Guðrúnar Ögmundsdóttur og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Halla hefur jafnframt tekið virkan þátt í félagsstörfum, bæði hérlendis og erlendis. „Halla verður góð viðbót í úrvals starfshóp Alþýðusambandsins, en verkefni hennar munu snúa að samskiptum við aðildarfélög sambandsins, stefnumótun, daglegum rekstri og starfsemi skrifstofu ASÍ auk þess að leiða faglega vinnu samtakanna,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 16:48: Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að gengið hafi verið frá starfslokum við Guðrúnu Ágústu í sameiningu og samvinnu. Uppsagnarfrestur hennar gildir frá 1. mars. Um leið hafi verið hafist handa að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þegar ljóst var að Halla væri tilbúin til starfa var ákveðið að auglýsa ekki þar sem hennar eiginleikar og reynsla er fágæt og einmitt það sem nýtist hreyfingunni á þessum tímapunkti.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira