Sport

Sportið í dag: Mál ÍR, Kári Kristján og hringt til New York

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Umsjónarmenn Sportsins í dag eru Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson.
Umsjónarmenn Sportsins í dag eru Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson. vísir/vilhelm

Venju samkvæmt verður nóg á boðsstólnum í Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, mætir í settið og ræðir um rekstrarörðugleika deildarinnar. 

Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, verður á línunni frá Vestmannaeyjum og strákarnir heyra í Sævari Péturssyni, framkvæmdastjóra KA. 

Þá verður hringt til New York í Guðmund Þórarinsson og Ásdís Hjálmsdóttir verður í spjalli.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×