Lífið kynningar

Náttúrufegurð á Hótel Stundarfriði: Tilboð fyrir tvo

Hótel Stundarfriður kynnir
Notalegt sveitahótel fjarri þéttbýlinu. Tilboð gildir í mars og apríl á gistingu fyrir tvo.
Notalegt sveitahótel fjarri þéttbýlinu. Tilboð gildir í mars og apríl á gistingu fyrir tvo. Hótel Stundarfriður

Hótel Stundarfriður í Helgafellssveit býður tilboð í mars og apríl, gistingu fyrir tvo í kyrrð og ró.

„Hingað er gott að koma og hafa það rólegt, fjarri fjöldanum,“ segir Egill Benediktsson, eigandi Hótels Stundafriðar á Snæfellsnesi. 

„Eins og nafnið gefur til kynna erum við lítið og notalegt sveitahótel. Hér eru góðar gönguleiðir um nágrennið og hægt að njóta náttúrunnar og stutt er í aðra þjónustu, til Stykkishólms og til Grundarfjarðar. Við erum með sjö herbergi á hótelinu og þó það verði fullbókað hjá okkur er gestafjöldinn 14 manns,“ segir Egill, það komi sér vel á tímum þar sem samkomubann ríkir. 

„Við eigum líka til málband, til að passa upp á tveggja metra regluna,“ segir hann létt. Einnig bjóðum við upp á þrjá litla bústaði og einn stærri.

Ró og friður.Hótel Stundarfriður

Tilboðið hljóðar upp á 6500 krónur nóttin fyrir 2 og best er að fólk hafi beint samband við okkur,“ segir Egill.

Herbergin eru með sérbaðherbergi og búin öllum þægindum, skrifborði, sjónvarpi og ókeypis Wi-Fi. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á morgunmat og kvöldmat.

Hótel Stundarfriður

Hótel Stundarfriður var opnað í mars 2018 og naut strax vinsælda, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Síðasta haust föluðust stjórnendur vinsæls skemmtiþáttar í Bandaríkjunum eftir samstarfi. 

„Þátturinn heitir The Price is Right og stjórnendur þáttarins í Los Angeles höfðu samband við okkur. Við slógum til og buðum gistingu á hótelinu í vinning í þættinum,“ segir Egill. 

Hér má sjá myndskeið úr þættinum: 

Klippa: Hótel Stundarfriður

Nánar má kynna sé þjónustu hótelsins á stundarfridurehf.is. Til að nálgast tilboðið skal hafa samband í síma 856 2463 eða senda póst á info@stundarfridurehf.is.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Hótel Stundarfrið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.