Sport

Enginn fótbolti í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Guðmundsson var að jafna sig á meiðslum er veiran skall á Evrópu. Hann spilar ekki fótbolta fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. júní.
Albert Guðmundsson var að jafna sig á meiðslum er veiran skall á Evrópu. Hann spilar ekki fótbolta fyrr en í fyrsta lagi eftir 1. júní.

Fótboltinn í Hollandi hefur verið í hléi undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar. Hléið var fyrst gert þangað til í byrjun apríl en nú hefur það verið lengt fram í byrjun júní.

Fjölmiðlar ytra greina frá þessu nú undir kvöld en fótboltinn þar í landi fer því í fyrsta lagi fram eftir 1. júní.

Deildin hefur verið í pásu síðan síðan 8. mars er síðustu leikirnir fóru fram fyrir hléið en óvíst er hvort að deildin geti klárast fyrir 30. júní. Þar hefur UEFA sett mörkin fyrir deildir Evrópu til þess að klára deildirnar heima fyrir.

Flest lið deildarinnar hafa spilað 26 leiki en nokkur lið hafa spilað 25. Spilaðar eru 34 umferðir en Ajax og AZ Alkmaar eru á toppi deildarinnar með 56 stig.

Hollenski bikarinn fer því ekki fram 19. apríl eins og til stóð en Utrecht og Feyenoord mætast í úrslitaleiknum.

Tveir Íslendingar leika í Hollandi. Albert Guðmundsson leikur með toppliði AZ Alkmaar en Elías Már Ómarsson leikur með liði Excelsior sem er í 7. sæti B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×