Ólafía keppti við karla | Skrýtið fyrst en gaman að mæta þeim Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun leika á Symetra mótaröðinni líkt og í fyrra. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is. Golf Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ein af tólf íslenskum kylfingum sem tóku þátt á móti sem lauk í Murcia á Spáni í gær. Mótið er hluti af Evolve-mótaröðinni þar sem bæði karlar og konur keppa. Ólafía náði næstbesta árangri kvenna á mótinu en hún átti sinn besta hring í gær þegar hún lék á -4 höggum. Samtals lék hún hringina þrjá á -5 höggum og endaði í 6.-7. sæti, jöfn Bjarka Péturssyni. Andri Þór Björnsson náði bestum árangri Íslendinganna en hann var um tíma í forystu og endaði jafn hinni suður-kóresku Jee Hyun Ahn í 2.-3. sæti á -8 höggum. Gyu Ho Lee frá Suður-Kóreu vann mótið á -10 höggum. Ólafía heldur brátt til Bandaríkjanna þar sem hún mun keppa á Symetra-mótaröðinni, þeirri næstbestu vestanhafs. Í samtali við Klefann sagðist hún hafa notið þess að prófa sig gegn karlkyns kylfingum á alvöru móti: „Það var gaman að spreyta sig á móti strákunum. Það var smá skrýtið fyrst að vera að keppa með þeim en það vandist fljótt. Fyrir mig var þetta mót mest til þess að dusta rykið af kylfunum og taka smá keppnisgolf áður en ég fer til Bandaríkjanna að keppa á Symetra mótaröðinni. Ég get ekki annað en verið ánægð með spilamennskuna. Það er jú keppnisskap í mér þannig að ég var ekki sú allra sáttasta í gær [í fyrradag], fannst ég eiga mikið inni fyrstu tvo dagana. En ég fékk örn í dag [í gær] og margt gott að gerast. Ég leyfi mér að vera þolinmóð að koma mér aftur í keppnisform,“ sagði Ólafía við Klefann.is.
Golf Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira