Viðskipti innlent

Viðspyrna Icelandair heldur áfram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eftir ævintýralega lækkun síðastliðinn mánuð hafa bréf í Icelandair Group rétt aðeins úr kútnum.
Eftir ævintýralega lækkun síðastliðinn mánuð hafa bréf í Icelandair Group rétt aðeins úr kútnum. vísir/vilhelm

Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag, eftir um fjórðungslækkun frá 21. febrúar. Styrkinguna í dag má ekki síst rekja til rúmlega 3 prósenta hækkunar á gengi bréfa í Marel, sem aldrei hefur tekið við jafn mörgum pöntunum að sögn forstjórans, sem og áframhaldandi viðspyrnu Icelandair. Flugfélagið hefur hækkað um næstum 9 prósent í Kauphöllinni í dag, eftir sambærilega hækkun í gær. Gengi bréfa Icelandair stendur nú í um 3,6 en var í 8,5 fyrir um mánuði.

Sjá einnig: Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt

Aðeins eitt annað félag hefur hækkað það sem af er degi, bréf í Kviku hafa styrkst um ríflega 1,5 prósent, en þá er það upp talið. Öll önnur hreyfing í Kauphöllinni hefur verið niður á við, oft á bilinu 2 til 4 prósent.

Svipaða sveiflukennda sögu er að segja af gjaldeyrismálum. Evran og bandaríkjadalurinn hafa styrkst gagnvart krónunni; evran stendur nú í rúmlega 151 krónu og dalurinn 140 krónum. Aftur á móti hefur sterlingspundið lækkað um ríflega hálft prósent gagnvart krónu og norska krónan um heil 4 prósent.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×