Sport

Sportið í kvöld hefur göngu sína: Davíð Þór og Veigar Páll ræða um úrslitaleikinn 2014

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rikki G og Gummi Ben stýra Sportið í kvöld.
Rikki G og Gummi Ben stýra Sportið í kvöld. vísir/vilhelm

Í kvöld hefur nýr íþróttaþáttur göngu sína á Stöð 2 Sport. Hann nefnist Sportið í kvöld.

Umsjónarmenn eru Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason. Þátturinn verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.

Rikki G stýrir fyrsta þættinum í kvöld. Til umfjöllunar verður frægur úrslitaleikur FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika haustið 2014.

Davíð Þór Viðarsson og Veigar Páll Gunnarsson koma í heimsókn og ræða um leikinn sem verður lengi í minnum hafður. Þá mun Kristinn Jakobsson, sem dæmdi leikinn, einnig ræða um sína upplifun af honum.

Eftir þáttinn verður leikur FH og Stjörnunnar sýndur í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×