Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. desember 2020 19:57 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi. Verslun Jól Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi.
Verslun Jól Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira