Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi mælist nú 7,1 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutfall starfandi hefur dregist saman um 1,8 prósentustig milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig.
Hlutfall starfandi hefur dregist saman um 1,8 prósentustig milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig. Vísir/Vilhelm

Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða.

Hagstofan segir frá þessu í morgun. Samanburður við október 2020 sýnir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi lækkaði um 0,2 prósentustig og árstíðaleiðrétt atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig.

„Samtals voru 195.900 (±6.000) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í nóvember 2020 samkvæmt mælingum rannsóknarinnar en það jafngildir 78,2% (±2,4) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 183.400 (±5.200) hafi verið starfandi og 12.600 (±3.000) án atvinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,2% (±2,8) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 6,4% (±1,6). Áætlað er að 54.700 (±6.600) einstaklingar hafi verið utan vinnumarkaðar í nóvember 2020, eða 21,8% af mannfjölda.

Samanburður við nóvember 2019 sýnir að atvinnuþátttaka hefur aukist um 0,7 prósentustig milli ára. Hlutfall starfandi hefur dregist saman um 1,8 prósentustig milli ára og atvinnuleysi aukist um 3,1 prósentustig. Meðalfjöldi unninna stunda hefur dregist saman um 1,6 stundir,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×