Viðskipti innlent

Bein út­sending: Kynning fjár­mála­stöðug­leika­nefndar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásgeir Jónsson, hér með grímu, er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, hér með grímu, er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 

Þar fer fram kynning sem verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns fjármálastöðugleikanefndar, og Gunnars Jakobssonar, varaseðlabankastjóra og staðgengils formanns nefndarinnar.

Horfa má á útsendinguna hér að neðan.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að slakara taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika.

Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hafi sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri.


Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar í heild sinni

Slakara taumhald peningastefnunnar hefur stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun sveiflu-jöfnunaraukans og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafa auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhalda útlánagetu. Að mati nefndarinnar hefur sveiflutengd kerfisáhætta ekki aukist að neinu marki síðustu misseri.

Eiginfjár- og lausafjárstaða stóru bankanna þriggja er sterk. Vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur þeirra hefur lækkað. Bankarnir hafa því greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum sem þeir hafa nýtt til endurfjármögnunar. Þeir búa þannig yfir miklum viðnámsþrótti til að takast á við neikvæðar afleiðingar farsóttarinnar.

Lágvaxtaumhverfi skapar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði. Sérstaklega á þetta við um lífeyrissjóði sem eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Mikilvægt er því að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú stendur fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika.

Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að nýtt millibankakerfi Seðlabankans og verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq CSD SE teljist til kerfislega mikilvægra innviða.

Nefndin skal ársfjórðungslega ákveða gildi á sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og hefur ákveðið að halda aukanum óbreyttum.

Fjármálastöðugleikanefnd mun beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
3,68
39
799.319
REGINN
1,84
16
505.526
BRIM
1,75
3
26.943
ORIGO
1,38
7
18.709
ICESEA
1,24
28
377.891

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,1
64
132.896
ARION
-1,6
48
1.182.045
HAGA
-0,68
13
813.564
MAREL
-0,56
28
217.501
LEQ
-0,28
1
304
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.