Segir dóttur sína vera talsverður Íslendingur í sér og ekta víkingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 08:30 Kristín Þorleifsdóttir í leik með sænska landsliðinu á Evrópumótinu. Getty/Jan Christensen Við Íslendingar teljum okkur eiga aðeins í skyttu sænska handboltalandsliðsins sem er nú í stóru hlutverki á Evrópumóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún. EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er að þjálfa norska landsliðið á EM í handbolta eins og svo oft áður en það er annar þátttakandi í mótinu með mjög sterk Íslandstengsl. Kristín Þorleifsdóttir, stórskytta hjá Svíum, er fædd og uppalin í Svíþjóð en hún á íslenska foreldra. Kristín æfði með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma en ákvað að velja sænska landsliðið. Sigrún Andrésdóttir er móðir Kristínar en hún hefur búið í Svíþjóð í meira en fjörutíu ár. Vísir fékk að forvitnaðist aðeins um Íslandsættuðu stórskyttuna hjá móður hennar. Faðir hennar var i handbolta hjá Val „Ég flutti út þegar ég fór í nám 1979 en hitti Þorleif þegar ég kom til Íslands í heimsókn. Hann kom með mér síðan út til Svíþjóðar árið 1983,“ sagði Sigrún Andrésdóttir. Hún hefur ekki verið í íþróttum en faðir Kristínar, Þorleifur Sigurjónsson, var íþróttamaður hjá Val. „Ég hef ekki verið í íþróttum en Leifur var í ýmsum íþróttum þar á meðal handbolta,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er 22 ára gömul og hefur alltaf verið mikil íþróttakona. „Hún hefur alltaf verið dugleg í íþróttum. Hún byrjaði í fótbolta þegar hún var fimm til sex ára og spilaði með strákaliði bróður síns sem er tveimur árum eldri. Við bjuggum í sveit norður af Stokkhólmi svo það var ekkert stelpulið þar,“ segir Sigrún. Kristín Þorleifsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi á móti Rússum.Getty/Jan Christensen Sigrún segir að lykilatriði fyrir handboltaferil dóttur sinnar hafi verið þegar þau fluttu í lítinn bæ sem heitir Rimbo en þetta er mikill handboltabær. „Þar var mikill áhugi var á handbolta og þar vaknaði áhuginn hjá henni. Hún fór síðan í framhaldsnám í Märsta handboltadeild og spilaði síðan með Skånela. Þær urðu sænskir meistarar og Kristín var kosin besti leikmaður mótsins. Hún spilaði með Upplandsliðinu og eftir það var hún kosin í úrvalsliðið,“ segir Sigrún. Eldri bróðir hennar fékk samning hjá liði Henrik Larsson Kristín á fleiri systkini. „Við eigum fjögur börn. Sá elsti er Andrés, sem er fæddur árið 1988, spilaði fótbolta með AIK í Stokkhólmi. Hann fékk samning hjá Falkenberg þegar Henrik Larsson var þjálfari liðsins. Því miður varð Andrés að hætta vegna meiðsla,“ segir Sigrún. „Ég hef alltaf reynt að heimsækja Ísland og síðustu árin hefur það verið einu sinni á ári. Leifur hefur ekki verið eins duglegur og börnin mjög sjaldan,“ segir Sigrún um Íslandstengingu fjölskyldunnar en dóttir hennar hefur sterka tengingu við Ísland. Með föst skot „Kristín er talsverður Íslendingur í sér og er stolt af því. Henni var boðið að koma í íslenska landsliðið áður en henni var boðið að spila með því sænska. Þá hefði hún ekki getað spilað í sænska landsliðinu í þrjú ár svo hún afþakkað boðið. Hún vildi heldur spila í sænska,“ segir Sigrún. Aðspurð um kosti dóttur sinnar inn á handboltavellinum. „Hún er stór og sterk. Ekta víkingur og með föst skot,“ segir Sigrún og talar um að Kristín sé með með ‚Vinnarhaus' eða hugarfar sigurvegarans. „Ég var mjög stolt þegar dóttirin spilaði og gerði sex mörk á móti Rússlandi. Hún er bara 22 ára og kemur til með að standa sig vel ef það verða ekki mikil meiðsli sem stoppa það,“ segir Sigrún.
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira