Viðskipti innlent

Ráðin nýr fram­kvæmda­stjóri markaðs­sviðs hjá Wise

Atli Ísleifsson skrifar
Inga Birna Ragnarsdóttir.
Inga Birna Ragnarsdóttir. Wise

Inga Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Wise.

Í tilkynningu segir að staðan sé ný innan fyrirtækisins og muni hún bera ábyrgð á markaðssetningu og vörumerkjum Wise og taka þátt í stefnumótun fyrirtækisins.

„Inga Birna hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, markaðssetningu, verkefnastjórnun, þróun og innleiðingu stafrænna lausna sem og stafrænni umbreytingu stórra fyrirtækja í sínum störfum, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kosmos og Kaos.

Þar á undan gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs WOW air og síðar stöðu aðstoðarforstjóra flugfélagsins til ársins 2014. Áður var Inga hjá Icelandair Group í yfir áratug þar sem hún stýrði meðal annars uppbyggingu vildarkerfis Icelandair sem forstöðumaður þess sviðs og sem markaðsstjóri Flugfélags Íslands.

Inga lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hún er í sambúð með Hrafni Árnasyni, forstöðumanni hjá Íslenskum verðbréfum og saman eiga þau 3 börn,“ segir í tilkynningunni.

Wise er einn stærsti söluaðili Microsoft Dynamics 365 lausna á Íslandi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.