„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:30 Þórir Skarphéðinsson segir dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi. Vísir/Sigurjón Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira