„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2020 18:30 Þórir Skarphéðinsson segir dóminn hafa ótvírætt fordæmisgildi. Vísir/Sigurjón Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Um er að ræða lán sem veitt voru árin 2005 til 2013. Heimild sjóðsins til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Í dag er fallinn tímamótadómur. Þetta er í rauninni sigur, ekki bara fyrir umbjóðendur mína heldur fyrir alla lántaka Íbúðalánasjóðs,“ segir Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjóna sem stefndu sjóðnum vegna gjaldtökunnar. Uppgreiðsluþóknun í þessu máli var sextán prósent, sem Þórir segir hafa verið byggða á ógagnsærri og flókinni reikniformúlu sem hafi gert fólki nánast ómögulegt að endurfjármagna lán sín. Þá feli niðurstaða dómsins enn fremur í sér að óheimilt hafi verið að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. „Það er þrennt sem þessi niðurstaða felur í sér. Í fyrsta lagi var Íbúðalánasjóði óheimilt að krefja lántaka sína um uppgreiðsluþóknun við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum, í öðru lagi er óheimilt að krefjast þóknunar vegna innborgunar á lán hjá sjóðnum. Í þriðja og síðasta lagi þá er öllum þeim einstaklingum sem hafa ekki getað endurfjármagnað lán sín á hagstæðari kjörum vegna áskilnaðar Íbúðalánasjóðs um þóknun, nú á þeim að vera frjálst að gera það án greiðslu einhverra gjalda,“ segir Þórir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem Ólafur Ísleifsson lagði fram á Alþingi árið 2018 tóku tæplega 6.400 manns lán með uppgreiðsluþóknun árin 2008 til 2018. Þá tóku hátt í fjórtán þúsund manns húsnæðislán með skilmálum um uppgreiðslugjöld frá árinu 2005. Tugir milljarða hagsmunir eru því undir. „Það er viðbúið að þeir séu allverulegir,“ segir Þórir. „Það er ljóst að um verulega hagsmuni er að tefla, þannig að ef þetta verður niðurstaðan verður þetta væntanlega verulegt högg fyrir sjóðinn.“ Lögmaður Íbúðalánasjóðs sagði í samtali við fréttastofu að tekin verði ákvörðun eftir helgi um hvort málinu verði áfrýjað.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira