Viðskipti innlent

Katrín Olga og Magnús Þór ný í stjórn Lands­nets

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalfundur Landsnets fór fram síðastliðinn föstudag.
Aðalfundur Landsnets fór fram síðastliðinn föstudag. Aðsend

Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Þór Ásmundsson hafa komið ný inn í stjórn Landsnets.

Þetta var ákveðið á aðalfundi Landsnets sem haldinn var föstudaginn 13. mars. 

Nýja stjórn skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Þór Ásmundsson , Ólafur Rúnar Ólafsson og Svava Bjarnadóttir.

Í tilkynningu kemur fram að þau Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir hafi gengið úr stjórninni eftir átta og ellefu ára stjórnarsetu. Tóku þau Katrín Olga og Magnús Þór sæti þeirra.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×