Viðskipti innlent

Gjald­þrot í ferða­þjónustu færri en óttast var

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að gjaldþrot fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2020 verði færri en óttast var í sumar. Þá var vonast til að gjaldþrot fyrirtækja í greininni yrðu ekki fleiri en 30 til 40 prósent af heildarfjölda fyrirtækja en nú sé vonast til að hlutfallið gæti mögulega orðið lægra en svo.

Þetta segir Jóhannes Þór í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að gjaldþrotum fyrirtækja í ferðaþjónustu kunni þó að fjölga á ný næsta haust.

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hafa langflest þurft að segja upp fólki.

Jóhannes segir við blaðið að aðgerðir hins opinbera – uppsagnarstyrkir, greiðsluskjól og stuðningslán – hafi hins vegar komið í veg fyrir tíðari gjaldþrot.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,57
15
466.479
HAGA
4,03
13
168.408
EIM
3,27
16
820.960
ICEAIR
3,12
91
366.226
SJOVA
2,73
19
125.097

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
0
15
233.274
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.