Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslandsbanki býður lægstu föstu vexti á húsnæðislánum en Landsbankinn lægstu breytilegu vextina.
Íslandsbanki býður lægstu föstu vexti á húsnæðislánum en Landsbankinn lægstu breytilegu vextina. Vísir/Vilhelm

Útlánavextir Íslandsbanka munu lækka um allt að 0,25 prósentustig á föstudag. Innlánsvextir vextir haldast að mestu leyti óbreyttir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptasviðs, sendir fyrir hönd bankans.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands lækkaði nokkuð óvænt stýrivexti um 0,25 prósentustig á dögunum.

Þar segir að yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja lækki um allt að 0,25 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,20 prósentustig. Þá verða Ergo bílalán og bílasamningar lækkuð um 0,15 prósentustig. Breytilegir vextir húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig

Innlánsvextir haldast að mestu leyti óbreyttir en nokkrir reikningar bankans lækka um 0-0,25 prósentustig.

„Íslandsbanki býður áfram lægstu fasta vexti almennra húsnæðislána á bankamarkaði, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra,“ segir í tilkynningunni.

Samanburð á lánum sem bankarnir og aðrir aðilar bjóða upp á má til dæmis sjá á vef Aurbjargar. Þar má til dæmis sjá að Landsbankinn býður lægstu breytilegu vexti á húsnæðislánum, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra lána.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0,13
1
100
BRIM
0
4
28.628

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,48
102
254.535
ARION
-4,23
57
287.016
LEQ
-3,49
2
12.211
EIM
-2,06
4
23.285
TM
-1,79
1
1.964
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.