10,4% samdráttur landsframleiðslunnar á þriðja ársfjórðungi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2020 10:17 Reykjavík frá Álftanesi. Vísir/Vilhelm Verulegur samdráttur varð á landsframleiðslunni á þriðja árfjórðungi en þar vegur einna þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu, sem dróst saman um 77%. Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4% á þriðja ársfjórðungi 2020, samanborið við sama tímabil í fyrra. Landsframleiðslan á evrusvæðinu dróst á sama tíma saman um 4,4%, samanborið við 2019. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. „Þjóðarútgjöld hér á landi, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, drógust saman um 2,7%. Þennan mikla samdrátt í landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi má því að mestu leyti rekja til neikvæðra áhrifa utanríkisviðskipta. Þar vegur þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu sem dróst saman um 77% á tímabilinu borið saman við sama tímabil árið 2019. Mælt á verðlagi hvors árs nam samdráttur í útflutningi ferða- og samgönguþjónustu tæplega 139 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið 2019,“ segir í fréttinni. Hagstofa Íslands Þá er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3% að raungildi á þriðja ársfjórðungi og samdráttur í fjármunamyndun áætlaður 15,2%. Samneysla hafi hins vegar aukist um 4,4%. „Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 26,3%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 13,6 milljarða króna á tímabilinu. Fyrstu níu mánuði ársins er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8,1% borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2019. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2020.“ Hagstofa Íslands Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðslan hafi dregist saman um 10,4% á þriðja ársfjórðungi 2020, samanborið við sama tímabil í fyrra. Landsframleiðslan á evrusvæðinu dróst á sama tíma saman um 4,4%, samanborið við 2019. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. „Þjóðarútgjöld hér á landi, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, drógust saman um 2,7%. Þennan mikla samdrátt í landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi má því að mestu leyti rekja til neikvæðra áhrifa utanríkisviðskipta. Þar vegur þyngst samdráttur í útflutningi ferðaþjónustu sem dróst saman um 77% á tímabilinu borið saman við sama tímabil árið 2019. Mælt á verðlagi hvors árs nam samdráttur í útflutningi ferða- og samgönguþjónustu tæplega 139 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið 2019,“ segir í fréttinni. Hagstofa Íslands Þá er áætlað að einkaneysla hafi dregist saman um 2,3% að raungildi á þriðja ársfjórðungi og samdráttur í fjármunamyndun áætlaður 15,2%. Samneysla hafi hins vegar aukist um 4,4%. „Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á þriðja ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 26,3%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 13,6 milljarða króna á tímabilinu. Fyrstu níu mánuði ársins er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8,1% borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2019. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst að raungildi um 2,6% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 2020.“ Hagstofa Íslands
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun