Ólafur Björn Magnússon hefur verið ráðinn tæknistjóri Sendiráðsins þar sem hann mun leiða teymi forritara í hugbúnaðarþróun.
Í tilkynningu kemur fram að Ólafur hafi starfað hjá Sendiráðinu síðan 2014 og tekið virkan þátt í vexti og vegferð fyrirtækisins á undanförnum árum.
Hafi hann verið í fararbroddi í mótun nýrrar tæknistefnu Sendiráðsins, sem í dag styðji við nýjustu tækni og þróun á stafrænum lausnum.
Ólafur Björn er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.