Körfubolti

Jón Axel atkvæðamikill í stóru tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson lék áður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Davidson Wildcats.
Jón Axel Guðmundsson lék áður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson var í eldlínunni með liði sínu, Fraport Skyliners, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Fraport heimsótti Oldenburg og er skemmst frá því að segja að Oldenburg hafði töluverða yfirburði stærstan hluta leiksins. Fór að lokum svo að Oldenburg vann sautján stiga sigur, 86-69.

Jón Axel spilaði 32 mínútur í leiknum. Hann skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.