Til minningar um trans fólk Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 15:15 Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára. Þrátt fyrir að á Íslandi lifum við sem betur fer ekki við mikið af alvarlegum ofbeldisglæpum þá stendur trans fólk víða fyrir hindrunum í íslensku samfélagi. Þó svo að við höfum stigið mikilvæg skref undanfarin ár í lagalegum skilningi, og lyft grettistaki í vitundavakningu um málefni trans fólks, þá er enn langt í land. Ekki eru mörg ár síðan að trans karl að nafni Horst Gorda varð úti á Íslandi eftir að þjónustu úrræði brugðust honum vegna skilríkja sem voru ekki í samræmi við kynvitund hans. Andlát hans var mörgum í okkar samfélagi mjög þungbært og þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun þá varð það í raun ekki fyrr en með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru síðastliðið sumar að þær hindranir sem leiddu að hluta til til andláts hans urðu ruddar úr vegi. Undanfarin ár höfum við einnig séð tilfelli þar sem ráðist er á trans manneskjur, þeim neitaður aðgangur að almannarýmum eða þau áreitt þegar þau nýta sér þjónustu. Trans fólk upplifir enn áreiti á vinnustað, þegar það leitar sér húsnæði, innan menntunarkerfisins og á flestum sviðum mannlífsins. Staða trans barna og unglinga er að mörgu leyti ekki góð, enda hefur ekki verið starfrækt eiginlegt teymi sem veitir þeim þjónustu innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítala síðan fyrir áramót. Þrátt fyrir að Trans Ísland, Trans vinir og Samtökin ‘78 hafi skilað inn undirskriftarlista til að hvetja til að meira fjármagn yrði lagt í málaflokkinn hefur ekkert gerst í þeim málum enn. Trans krakkar og unglingar bíða því mörg hver í öngum sínum og eiga erfitt með að fá þá sérfræði þjónustu sem þau þurfa á að halda. Nýleg könnun Samtakanna ‘78 sýnir að meira en fjórðungur nemenda í skólum landsins hafa orðið fyrir munnlegu áreiti fyrir kyntjáningu sína, og 6,2% orðið fyrir líkamlegu áreiti. Mikið hefur verið til umræðu undanfarin misseri um aðgengi trans fólks að kynjuðum rýmum eða þjónustu í kjölfar laga um kynrænt sjálfræði, og jafnvel verið reifaðar áhyggjur af því að trans fólk sé að nýta sér slík rými og borið fyrir sig umræður um öryggi eða ótta við að kynferðisafbrotamenn þykist vera trans. Enginn grundvöllur er fyrir slíkum áhyggjum, og hefur það ekki sýnt sig að bætt aðgengi trans fólks að nafna- og kynskrárbreytingum leiði til aukins ofbeldi í kynjuðum rýmum. Við búum því miður við þann veruleika að kynferðisofbeldi er viðvarandi samfélagsmein hérlendis, og þurfa kynferðisafbrotamenn svo sannarlega ekki að bregða sér í dulargervi til þess að beita fólk ofbeldi. Rannsóknir og reynsla sýnir að trans fólk verður í auknum mæli fyrir kynferðisofbeldi, heimilsofbeldi og áreitni í kynjuðum rýmum. Trans fólk hefur verið að nýta sér slík rými í marga áratugi án vandkvæða og er það öllu heldur vandamál hvað trans fólk verður fyrir miklu mótlæti í þeim rýmum. Trans fólks veigrar sér við því að nýta sér sundstaði, líkamsrækt eða æfa íþróttir af hræðslu við fordóma og áreiti. Til eru ótal dæmi um það að trans fólk hrökklist úr líkamsrækt eða íþróttum sem þau brenna fyrir að stunda þegar þau byrja sitt ferli af sökum ótta við fordóma. Það er að mínu mati mikið lýðheilsuvandamál að trans fólk upplifi sig ekki öruggt á þessum sviðum hérlendis. Við erum öll allskonar og eigum við öll rétt á því að nýta okkur þessi rými í samræmi við kynvitund — ekki bara þau okkar sem falla kyrfilega í norm kynjakerfisins. Einnig er vert að nefna að staða hinsegin hælisleitanda og flóttafólks er ekki nægilega góð, hvorki í lagalegum né félagslegum skilningi. Fyrr á þessu ári stóð til að brottvísa trans strák og fjölskyldu hans til aðstæðna sem voru honum og fjölskyldu hans lífshættulegar og hefði það ekki verið fyrir sterk viðbrögð ýmissa samtaka og samfélagsins almennt sem mótmæltu þessu harðlega, þá hefði hann og fjölskylda hans verið send úr landi. Það er því ljóst að víðsvegar liggur enn pottur brotinn í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir að lög um kynrænt sjálfræði hafi fært okkur nokkrum skrefum framar í lagalegum skilningi, þá eru ennþá engin haldbær mismunalöggjöf eða verndun gegn hatursorðræðu. Hatursorðræða fær því að heyrast títt í fjölmiðlum landsins, meðal annars af fólki sem titlar sig sem sálfræðinga, án þess að neinar afleiðingar verði af þeim grófa áróðri sem viðhefst, og mun koma til með að hafa skaðlegar afleiðingar fyrir trans fólk hérlendis. Ég vil því nýta tækifærið og biðja stjórnvöld og stofnanir landsins til að leggja við hlustir. Trans samfélagið og hinsegin samfélagið almennt hefur, þrátt fyrir lítið fjármagn, tekist að lyfta grettistaki í þessum málum, veitt þjónustu og gefið vinnu sína til þess að skapa betra samfélag fyrir hinsegin fólk. Stjórnvöld þurfa að sýna mun meiri stuðning og skuldbindingu við hinsegin félög hérlendis, og halda áfram að vinna í þessum málum, í orði og á borði. Ísland getur ekki haldið áfram að skreyta sig fjöðrum jafnréttis og víðsýni ef að gjörðir þeirra, stuðningur og fjármagn til málaflokksins sýnir annað. Jafnrétti hinsegin fólks eru ekki hlutur sem hægt er að strika af lista með frambærilegum lagasetningum eða eyðublöðum. Það er eitthvað sem þarf að samþætt inn í alla vinnu stjórnvalda og þarf að vera hlutur sem þau beita sér fyrir í hvívetna. Í dag minnumst við, en á morgun heldur baráttan ótrauð áfram. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum facebook live á facebook síðu Trans Íslands kl. 17:00 í dag. Höfundur er kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára. Þrátt fyrir að á Íslandi lifum við sem betur fer ekki við mikið af alvarlegum ofbeldisglæpum þá stendur trans fólk víða fyrir hindrunum í íslensku samfélagi. Þó svo að við höfum stigið mikilvæg skref undanfarin ár í lagalegum skilningi, og lyft grettistaki í vitundavakningu um málefni trans fólks, þá er enn langt í land. Ekki eru mörg ár síðan að trans karl að nafni Horst Gorda varð úti á Íslandi eftir að þjónustu úrræði brugðust honum vegna skilríkja sem voru ekki í samræmi við kynvitund hans. Andlát hans var mörgum í okkar samfélagi mjög þungbært og þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun þá varð það í raun ekki fyrr en með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru síðastliðið sumar að þær hindranir sem leiddu að hluta til til andláts hans urðu ruddar úr vegi. Undanfarin ár höfum við einnig séð tilfelli þar sem ráðist er á trans manneskjur, þeim neitaður aðgangur að almannarýmum eða þau áreitt þegar þau nýta sér þjónustu. Trans fólk upplifir enn áreiti á vinnustað, þegar það leitar sér húsnæði, innan menntunarkerfisins og á flestum sviðum mannlífsins. Staða trans barna og unglinga er að mörgu leyti ekki góð, enda hefur ekki verið starfrækt eiginlegt teymi sem veitir þeim þjónustu innan Barna- og unglingageðdeildar Landspítala síðan fyrir áramót. Þrátt fyrir að Trans Ísland, Trans vinir og Samtökin ‘78 hafi skilað inn undirskriftarlista til að hvetja til að meira fjármagn yrði lagt í málaflokkinn hefur ekkert gerst í þeim málum enn. Trans krakkar og unglingar bíða því mörg hver í öngum sínum og eiga erfitt með að fá þá sérfræði þjónustu sem þau þurfa á að halda. Nýleg könnun Samtakanna ‘78 sýnir að meira en fjórðungur nemenda í skólum landsins hafa orðið fyrir munnlegu áreiti fyrir kyntjáningu sína, og 6,2% orðið fyrir líkamlegu áreiti. Mikið hefur verið til umræðu undanfarin misseri um aðgengi trans fólks að kynjuðum rýmum eða þjónustu í kjölfar laga um kynrænt sjálfræði, og jafnvel verið reifaðar áhyggjur af því að trans fólk sé að nýta sér slík rými og borið fyrir sig umræður um öryggi eða ótta við að kynferðisafbrotamenn þykist vera trans. Enginn grundvöllur er fyrir slíkum áhyggjum, og hefur það ekki sýnt sig að bætt aðgengi trans fólks að nafna- og kynskrárbreytingum leiði til aukins ofbeldi í kynjuðum rýmum. Við búum því miður við þann veruleika að kynferðisofbeldi er viðvarandi samfélagsmein hérlendis, og þurfa kynferðisafbrotamenn svo sannarlega ekki að bregða sér í dulargervi til þess að beita fólk ofbeldi. Rannsóknir og reynsla sýnir að trans fólk verður í auknum mæli fyrir kynferðisofbeldi, heimilsofbeldi og áreitni í kynjuðum rýmum. Trans fólk hefur verið að nýta sér slík rými í marga áratugi án vandkvæða og er það öllu heldur vandamál hvað trans fólk verður fyrir miklu mótlæti í þeim rýmum. Trans fólks veigrar sér við því að nýta sér sundstaði, líkamsrækt eða æfa íþróttir af hræðslu við fordóma og áreiti. Til eru ótal dæmi um það að trans fólk hrökklist úr líkamsrækt eða íþróttum sem þau brenna fyrir að stunda þegar þau byrja sitt ferli af sökum ótta við fordóma. Það er að mínu mati mikið lýðheilsuvandamál að trans fólk upplifi sig ekki öruggt á þessum sviðum hérlendis. Við erum öll allskonar og eigum við öll rétt á því að nýta okkur þessi rými í samræmi við kynvitund — ekki bara þau okkar sem falla kyrfilega í norm kynjakerfisins. Einnig er vert að nefna að staða hinsegin hælisleitanda og flóttafólks er ekki nægilega góð, hvorki í lagalegum né félagslegum skilningi. Fyrr á þessu ári stóð til að brottvísa trans strák og fjölskyldu hans til aðstæðna sem voru honum og fjölskyldu hans lífshættulegar og hefði það ekki verið fyrir sterk viðbrögð ýmissa samtaka og samfélagsins almennt sem mótmæltu þessu harðlega, þá hefði hann og fjölskylda hans verið send úr landi. Það er því ljóst að víðsvegar liggur enn pottur brotinn í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir að lög um kynrænt sjálfræði hafi fært okkur nokkrum skrefum framar í lagalegum skilningi, þá eru ennþá engin haldbær mismunalöggjöf eða verndun gegn hatursorðræðu. Hatursorðræða fær því að heyrast títt í fjölmiðlum landsins, meðal annars af fólki sem titlar sig sem sálfræðinga, án þess að neinar afleiðingar verði af þeim grófa áróðri sem viðhefst, og mun koma til með að hafa skaðlegar afleiðingar fyrir trans fólk hérlendis. Ég vil því nýta tækifærið og biðja stjórnvöld og stofnanir landsins til að leggja við hlustir. Trans samfélagið og hinsegin samfélagið almennt hefur, þrátt fyrir lítið fjármagn, tekist að lyfta grettistaki í þessum málum, veitt þjónustu og gefið vinnu sína til þess að skapa betra samfélag fyrir hinsegin fólk. Stjórnvöld þurfa að sýna mun meiri stuðning og skuldbindingu við hinsegin félög hérlendis, og halda áfram að vinna í þessum málum, í orði og á borði. Ísland getur ekki haldið áfram að skreyta sig fjöðrum jafnréttis og víðsýni ef að gjörðir þeirra, stuðningur og fjármagn til málaflokksins sýnir annað. Jafnrétti hinsegin fólks eru ekki hlutur sem hægt er að strika af lista með frambærilegum lagasetningum eða eyðublöðum. Það er eitthvað sem þarf að samþætt inn í alla vinnu stjórnvalda og þarf að vera hlutur sem þau beita sér fyrir í hvívetna. Í dag minnumst við, en á morgun heldur baráttan ótrauð áfram. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum facebook live á facebook síðu Trans Íslands kl. 17:00 í dag. Höfundur er kynjafræðingur og formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun